Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 21
Heimur tragedíunnar og tíðarandi nútímans Valgarður: Ég hefhugleitt hina nýju trú. En hvítakrist fæég aldrei skilið. Þeirsegja að hann haft haft valdið, en þó lét hann hrækja á sig. Hann lét hengja sig á kross. . . . Skilur þú hann? Mörður: Ég á auðveldara með að skiljaað maður skuli hefna sín áóvinum sínum, en að maður skuli fyrirgefa þeim.16’ Þetta er umgjörð leiksins, rétt eins og þetta verður að teljast eitt megintemað í sögunni sjálfri: annars vegar er Valgarður sem er heiðinn, hins vegar Njáll sem vill beita kristninni til að koma á lögum og friði. í leikritinu einkennist Mörður af hentistefnu og eiginhagsmunasemi rétt eins og í sögunni sjálfri, en persóna Skarphéðins er aftur gjörbreytt frá því sem þar var og markar muninn á leikriti Jóhanns og Brennu Njáls Sögu. í leikritinu er gefið í skyn að Skarphéðinn sé nokkurs konar óviti sem láti skapið hlaupa með sig í gönur. Jafnvel Njáll virðist líta son sinn þessum augum.' 1 Hér er það valdafíkn sem snýr Skarphéðni gegn Höskuldi. Blindaður af barnalegri afbrýði og heift lætur hann Mörð teyma sig á asnaeyrum. Að lokum sér hann að vísu gegn um blekkinguna og tekur undir friðarboðskap föður síns, en þá er það um seinan. Jóhann reynir að draga fram harmsöguna í Brennu Njáls Sögu og skýra hana betur (megnið af efni leiksins er upp úr örfáum síðum í sögunni). Þó er óhætt að segja að Lógneren nái því aldrei að vera jafn tragískt verk og sagan er sjálf og detti jafnvel á köflum niður í hálfgert melódrama. T.d. um þetta má nefna atriðið þar sem Skarphéðinn vill skora Höskuld á hólm, en Helgi bendir á að lögin leyfi ekki lengur hólmgöngur. Þá svarar Skarphéðinn: Lögmál heiðursins bannar þær ekki - og annar okkar verður að deyja. Það er ekki pláss fyrir okkur báða.181 Þessi ummæli minna einna helst á spaghettivestrana og eiga alls ekki heima í sögunni. Viðbót Jóhanns á að gera söguna skiljanlegri, en viðleitni hans brýtur niður tragedíuna. í sögunni sjálfri er aldrei fyllilega ljóst hvernig eða hvers vegna Merði tekst að vekja slík illindi milli Höskulds og Njálssona. Þar segir þegar Mörður hefur rægt Höskuld í samræðum við Njálssyni: En er hann hafði þetta mælt, þá mæltu þeir fyrst í mót. En þar kom, að þeir trúðu, og gerðust þá í fáleikar afþeirra hendi til Höskulds, og mæltu nær ekki við hann, hvar sem þeir fundust, en Höskuldur gaf þeim lítið cillæti.,9> Þetta kann að þykja hálf snubbótt þar sem um er að ræða eitt veigamesta at- riði sögunnar, en þá ber þess að gæta hvernig þar er háttað allri framsetningu. í sögunni eru hvergi skýrðar persónulegar ástæður eða hugsanagangur manna, og þá síst þar sem Skarphéðinn er annars vegar. Þess í stað skiljum við að það eru ör- lög Skarphéðins að hann hljóti að valda dauða þeirra sem honum standa næst. 283
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.