Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 23
Heirnur tragedíunnar og tíðarandi nútímans arra hörmunga þyrfti að koma. Sagan af Njáli er gott dæmi um það hvernig tragedían útilokar þennan möguleika: „Faðir vor elskar friðinn," segir Skarphéðinn og Njáll birtist okkur ávallt sem maður friðar og sátta. Engu að síður verður sáttaviðleitni hans að engu og hon- um tekst aldrei að binda enda á vígaferlin. Þeim lýkur ekki fyrr en eftir að Njáll er dauður. Segja má að brennan sjálf sé síðasti þátturinn í tilraunum Njáls til að koma á friði. Þegar við lesum söguna hljótum við að spyrja sjálfokkur hvort það hafi í raun verið heimska af Njáli að senda fólk inn í skálann þegar brennumenn sóttu að. Hann gefur því engan gaum þegar Skarphéðinn bendir á að menn Flosa myndu ekki hika við að brenna bæinn. Það er freistandi að ímynda sér að Njáll geri þetta vitandi vits í þeim tilgangi að stöðva vígaferlin, en ef svo væri yrði hann að eins konar kristsfígúru sem fórnar sér og sínum til að hinir megi lifa. Fyrir þessu finnst auðvitað enginn fótur í sögunni, en hvort sem það var vilja- verk eða ekki þá hefði brennan markað endalok ófriðarins hefði Kári ekki komist undan. Þá væri Brennu Njá/s Saga ekki tragískt verk, heldur einhvers konar ep- ísk dæmisaga á borð við ævisögu Önnu Frank eða söguna af Jesú Kristi. En for- lögin eru sterkasta aflið í sögunni og það er ógæfan sem mótar hana. Jafnvel brennan fær ekki bundið enda á atburðarásina; hún heldur áfram þar til allt hef- ur komið fram sem séð var fyrir, eins og eitrið á korða Hamlets heldur áfram að drepa eftir að konungurinn er sjálfur fallinn. Orlagahugmyndin sem fram kemur í tragískum bókmenntum hefur gjarnan þótt heyra til hlutverki guðanna. Sagt er að guðirnir búi hetju harmleiksins hin hræðilegu örlög og því fjalli tragedían í raun um samskipti mannanna við hið guðlega. Vissulega ber mikið á guðunum í grísku harmleikjunum. Til þeirra er sífellt vísað og véfrétt flytur jafnvel frá þeim bein boð. Þó er ekki þar með sagt að trag- edían verði ekki skilin án tilvísunar til hins yfirnáttúrulega. Það er einungis að svo miklu leyti sem guðirnir eru hluti afveröld frásagnarinnar að þeir eiga heima > greiningu hennar. Eins og H. D. F. Kitto, sem mikið hefur skrifað um harm- leikjahefð Grikkja, bendir á eru guðirnir í tragedíunni.....hvorki yfirnátt- úrulegar verur sem stjórna lífi okkar að ofan eftir reglum sem við ekki þekkjum, né heldur fullkomnar ímyndir alls þess sem hreint er og heilagt."211 Guðirnir í þessum leikritum lýsa veraldlegri sannindum: Guðirnir . . . sýna ekki endilega það sem ætti að vera, heldur það sem er; til samans lýsa þeir hinum stöðugu og óumflýjanlegu forsendum mannlegrar tilveru, þeim sem við fáum ekki breytt, heldur verðum að sætta okkur við og vinna úr sem best við get- um.a Þó örlögin séu oft að einhverju leyti tengd guðunum standa þau ekki fyrir ut- an veruleika textans: guðirnir sem yfirnáttúrulegar verur eru ekki forsenda 285
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.