Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 28
Árni Ibsen Að eignast líf Nokkur abnenn orð um Birgi Sigurðsson og verk hans. Fáum nýjum íslenskum leikritum hefur verið jafn ágætlega tekið og Degi vonar, eftir Birgi Sigurðsson, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi á 90 ára afmæli sínu 11. janúar síðast liðinn, enda fékk höfundurinn þar þá framúrskarandi upp- færslu sem verk hans eiga skilið. Gras/naðkur, næsta leikrit á undan nýja verkinu sem Þjóðleikhúsið sýndi 1983, átti skilið að fá jafngóðar viðtökur, en frumupp- færslan var einkennilega lágstemmd og bækluð og náði ekki að rísa undir hinu margslungna drama sem verkið býður upp á. Það er reyndar ekki fyrr en með Deg/ vonar sem Birgir fær samdóma lof úr mörgum áttum fyrir leikrit og al- mennt var talað um að með verkinu hefði hann komist á hátind ferils síns til þessa. í ljósi Grasmaðks segir þetta okkur hinsvegar þá dapurlegu sögu að áhorf- endur og blaðagagnrýnendur rugla oft saman kostum leikverks annarsvegar og sýningar þess hinsvegar. Nú þegar Birgir Sigurðsson á að baki tvær ljóðabækur og fimm leikrit er orðið tímabært að reyna að setja þessi verk í samhengi og skoðaþau hvert í ljósi annars. í þessari ritsmíð leitast ég viðað byrjaþáathugun. Birgir Sigurðsson kveðst aldrei hafa ætlað sér að verða skáld og þá „allra síst leikskáld".11 Hann ólst upp í Reykjavík tveggja tíma, tveggja andstæðna, kreppunnar og stríðsgróðans, þegar hin gömlu og grónu gildi tókust á við nýja og aðfengna efnishyggju. Birgir náði að kynnast fábrotnu lífi kreppuáranna áður en þjóðin féll í „velmegunaröngvit", eins og Pétur segir svo hnyttilega í fyrsta leikritinu Pétri og Rúnu. Það eru þessar andstæður sem móta skáldið í Birgi, eru kveikjan að yrkisefninu í verkum hans. Eftir nám í Kennaraskólanum hélt Birgir til Amsterdam til að læra söng, en hann hafði um sex ára skeið stundað söngnám hjá Engel Lund. Á erlendri grund var hægt að sjá íslenskt samfélag í skýrara ljósi, Birgir var ekki lengur staddur í hringiðu eftirstríðsáramannlífsins og „yrkingarnar helltust yfir“ hann. Þar með var allt frekara tónlistarnám látið lönd og leið. Tvær ljóðabækur eru afrakstur þessara yrkinga. Fyrst kom Réttu mér fána, sem Almenna bókafélagið gaf út 1968, og síðan lítið kver með textum við kantötu eftir Gunnar Reyni Sveinsson sem ber heitið Á jörð ertu kominnf Ljóðin í þessum bókum eru formföst, hnit- miðuð, í þeim er ákveðin hrynjandi og víða ber málfarið sterkan keim af heilagri ritningu. Reyndar má slá því föstu að tónlistarnámið hafi reynst Birgi nota- 290
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.