Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 30
Tímarit Máls og menningar um eru áhrif bandarískra spáskáldsins, hins innblásna Allens Ginsberg, að komast í hámæli í heiminum og þó mér sé ekki kunnugt um hvort Birgir las Ginsberg má samt sem áður fullyrðaað hann hefur orðið fyrir áhrifum afhonum, beinum eða óbeinum, því hin ameríska rödd, svo mælsk og mögnuð, endur- ómaði í ljóðum ungra skálda þeirrar tíðar úti í Evrópu, svo sem vestan hafs. Biblíukennda spádómsmálfarið féll vel að túlkun á illu hugboði um þann ósóma allan sem ógnaði friði heimsins og skyggði á bláma himinsins. Þá voru á þessum árum á flestra vitorði kenningar Marshals McLuhan um heimsþorpið, The Global Vi/lage, heimurinn var skyndilega orðinn að smáplássi þar sem fregnir bárust jafnharðan og atvik í fjærstu hornum lituðu bæjarbraginn. Víetnamstríðið hefur verið kallað fyrsta styrjöldin sem háð var í beinni sjónvarpsútsendingu. Ljóðin í Réttu mérfána eru margvísleg þegar grannt er skoðað og aðferðirnar fjölbreytilegar, þó allt hnigi þar í sömu átt. En undarleg eru viðbrögð gagnrýn- enda þegar haft er í huga að bókin geymir ekki eingöngu heimsósómaljóð og ádeilur, þar eru líka almennar lýrískar vangaveltur um líf og dauða, ást og hat- ur, vit og fákænsku, trúnað og hórdóm, tíma, eilífð, guð. Þar er meira að segja sjálfsparódía, sem sjaldséð er í síðari tíma bókmenntum hérlendis, og heitir því háleita nafni „Krossferðin". Þá vekur athygli að bókin geymir nokkur „persona“-ljóð, þ.e. ljóð sem skáldið yrkir fyrir munn annarra en sjálfs sín. Dæmi um slík ljóð eru „Ósk“ og „Heimsveldasöngur". Þarnaeru fyrstu tilburðir Birgis til að setja orð í annarra munn og dramatísera. Enn er eitt varðandi Réttu mérfána, en það er sú vitund Birgis að ljóð er meira, verður að vera meira, en sögð orð og boðskapur. Að því leyti hefur bókin ef til vill nokkra sérstöðu meðal frumrauna ungskálda kring um 1970. Það er engan veginn nóg að vera mikið niðri fyrir. Ef til vill er það þetta atriði sem lyftir þess- um ljóðum ofar öðrum heimsádeilukveðskap þessara ára. Hinn brýni boðskapur sligar aldrei ljóðformið. í bókinni eru fjölmörg dæmi þess að hljómfallið verður aflvaki ljóðsins, eins og t.d. í „í morgunsárinu" og „Ég elska“, jafnvel í „Heims- veldasöng", sem áður var nefndur. Og best takast þau 1 jóð þar sem tvinnast sam- an boðskapur og hljómfall eins og í „Orð mitt allt“, en þar er reyndar að finna eins konar stefnuskrá skáldsins. Þar er talað um góða og gamaldags skyldu predikarans að miðla sinni sýn, sínu orði og það er mögulegt með því að horfa og hlusta: „brunnur minn er safnþró orða / er menn heltu í hlust mína.“ Skyldan býður að úr safnþrónni sé miðlað, að það sé gefið af reynslunni, „því staðið orð fær óbragð / svalar einskis þorsta." Ljóðið endar á þessum orðum: ég segi orð mitt allt í skínandi fátækt stendur það hjá þér 292
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.