Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 59
„Er ekki nóg að lífið sé flókið?" Þessa rökvísu rödd heyrum við raunar einnig glöggt öðru hverju í texta Thors, til dæmis í þeim orðum úr Ópi bjöllunnar sem ég vitnaði til, þegar per- sónan óttast að sundra „empírískum skilningi á sjálfum sér sem þurfti að vera heiil til að rísa undir því að mæta veröldinni umhverfis." Þetta er einmitt dæmi um hinn empíríska skilning sem reynir að glöggva sig á því sem er að gerast í textanum. Sjá má víðsvegar í verkum Thors spurningar og athugasemdir sem túlka örvæntingu persóna yfir þeim texta sem þær eru ofnar í. „Svo margt hafði byrjað, erþáekkert leitt til lykta? Er þetta bara einsog í lífinu sjálfu?" Svo hugs- ar förumaðurinn í Turnleikhúsinu. En þetta líf er þó hans „texti" og það er líkt og lagskona hans sé að reyna að ráða í hann: „Ég sem hélt að þú ætlaðir að segja mér sögu, segir hún: svo byrjarðu alltaf áeinhverju nýju.“ (157). Það máþví segjaað þótt hin semíótíska móða komist ekki í textaform án symbólskrar merkingar, þá getur hún þó áorkað að halda textanum á floti án þess að hann hneppist í fastan skilning og þannig orðið til þess að slá merkingu áfrest,22) en það er einmitt í takt við hina leitandi ferð persóna og lesenda í verkum Thors. Þannig ögrar hin sem- íótíska móða ríkjandi merkingarheimi, rýfur tengsl táknmiðs og táknmyndar og skapar flotkennt ástand meðal orða. Af þessu hlýst iðulega veruleg framand- gerving textans; hann nálgast það að verða „skriftartexti", samkvæmt hugtaki Roland Barthes,231 og það sem Thor kallar „leit í verki“ er þá afleiðing af frelsi okkar til að skoða orðin upp á nýtt og eygja þannig möguleika á umsköpun merkingarheimsins. En „leit í verki" beinist líka að annarri þörfsem í okkur býr og birtist í tilvitn- aðri orðræðu konunnar í Turnleikhúsinw. þörfin á að koma sögunni „á hreint" og þá samkvæmt þeim lögmálum sagnagerðar sem okkur eru töm. Og það er ekki síst þessi þörf sem Grámosinn glóir, nýjasta verk Thors, snýst um. Saga: dómur og tásur Grámosinnglóir er einum þræði sakamálasaga. Skáldsagnahöfundar hafa löng- um litið sakamál girndaraugum og nýtt sérþau sem söguefni án þess að endilega sé fylgt formúlum sakamálasagna. En á síðustu árum hefur þó tíðkast nokkuð að höfundar hafi nýtt sér þær formúlur í tvöföldum tilgangi. Hið viðtekna form sakamálasögunnar er ekki síst áhugavert vegna þess að það felur í sér leit að lausn. En það er einmitt lausnin sem gufar upp í höndum lesenda í skáldsögum eins og A Maggot eftir John Fowles, Who is Teddy Villanova? eftir Thomas Berger og TheCryingofLot 49 eftirThomas Pynchon, svo nefnd séu hin ólíkustu dæmi. Og lesandinn situr uppi með glæpinn. En þekktasta saga síðustu ára sem leikur sér með sakamálaformið og hefur á því eins konar endaskipti er tvímælalaust Nafn rósarinnar eftir táknfræðinginn Umberto Eco sem kom út í íslenskri þýð- ingu Thors Vilhjálmssonar árið 1984. 321
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.