Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 68
Tímarit Máls og mentiingar innar, Stendhal (1783—1842), Balzac, Flaubert (1821-1880) og Maupassant (1850—1893) skrifuðu allir slíkar sögur.1’ Vinsældir skáldsögunnar fóru sífellt vaxandi á 19. öldinni, svo mjög að fram- farir í prentlist og almennari lestrarkunnátta geta ekki skýrt það til fullnustu. Til marks um það er að árið 1891 seldist skáldsagan L’Argent (Peningarnir) eftir Emile Zola í 50.000 eintökum, en það var þá algert met, og La Débácle (Hrunið) eftir sama höfund sem kom út ári síðar seldist í 224.000 eintökum fram til aldamóta 1900. Þess vegna skýtur skökku við að einmitt á þessum árum (1885—1895) skuli koma upp sú hugmynd að hin hefðbundna skáldsaga hafi gengið sér til húðar. Þær raddir heyrast að ekki sé lengur neitt til að skrifa um, skáldsagan hafi tekið allt fyrir, hún sé orðin gjaldþrota, og um leið er imprað á að koma þurfi ný tegund af skáldsögu, sem enginn veit þó hvernig á að vera. Michel Raimond er sá bók- menntafræðingur sem mest hefur rannsakað þróun skáldsögunnar í Frakklandi, og hann telur að á þessum árum hafi orðið til „bil á milli framkvæmda og kenn- inga í skáldsagnagerð, á milli skáldsagna sem lesnar eru og þeirra sem menn dreymir um, milli þeirra sem gefnar eru út og „skáldsögu framtíðarinnar", þessar- ar fyrirmyndarsögu sem hver og einn gefur það útlit sem honum líkar". Víst er um að milli 1890 og 1914 var skáldsagan ekki vinsæl bókmenntagrein hjá rithöfundum af yngri kynslóðinni, enda er orðið kreppa oft nefnt í sambandi við hana áþessu tímabili. Ástæðurnar fyrirþví eru margar, og máeinkum tengja þær þjóðfélags- og hugarfarsbreytingum. Þetta eru miklir breytingatímar í Frakklandi. Eftir Parísarkommúnuna er mörgum ljóst orðið. að borgarastéttin hefur ekki hreinan skjöld. Hugmyndafræði nítjándu aldar að, heimurinn myndi sjálfkrafa breytast til hins betra með vaxandi iðn- og tæknivæðingu, hefur beðið skipbrot. Stéttaskiptingin verður æ augljósari, borgirnar eru fullar af fátækum öreigalýð, og nú verða fyrst til raunveruleg verkalýðshreyfing og sósíalistaflokk- ar. Einnig tekur að bóla á harðri þjóðernisstefnu sem kemur meðal annars fram í því að höfundar hennar álíta að Frakkland sé sigrað land í hnignun þar sem út- lendingar, einkum gyðingar, ráði öllu. '1 Andstæður þessar kristallast síðan rétt fyrir aldamótin í Dreyfusarmálinu. Þjóðfélagsbreytingunum fylgdi viss upplausn og firring sem sennilega hafa gert að verkum að breytingar urðu á bókmenntasmekk á þessum árum. Áhugi á andlegum efnum eykst, það fer að þykja eðlilegt að snúast til kaþólskrar trúar og fólk flykkist á fyrirlestra heimspekingsins Henri Bergson (1850—1941). Menn þykjast hafa viðbjóð á öllu sem viðkemur samtímanum, „nútímaveröldinni" eins og sumir vilja kalla hann.11 Þetta ógeð á samtímanum er sennilega orðað fyrst hjá skáldinu Charles Baudelaire (1821-1867), fyrsta „módernistanum", en symból- istar, framúrstefnumenn þessara tíma, feta dyggilega í fótspor hans. í þeirra aug- um skipta hlutirnir engu máli, heldur hugmyndirnar, og í stað þess að lýsa hlut- um skulu hugmyndir ræddar. Fagurfræði þeirra mælir með stuttum textum frek- 330
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.