Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 73
Próun skáldsögunnar í Frakklandi frá 1880 til 1960 aðstæðum, heldur meðal annars af áhrifum erlendis frá. Fyrst má nefna að á þess- um árum eru margar framúrstefnuskáldsögur þýddar á frönsku. Ur ensku Henry James, Joyce, Faulkner, Dos Passos, Huxley og Hemingway, úr þýsku Thomas Mann og Kafka. Og ekki var langt síðan Dostojevskí var þýddur úr rússnesku. Skáldsögur þessara höfunda hlutu að hafa áhrif á franskar bókmenntir, einkum hvað frásagnartækni snerti, t.d. hið hugsaða tal í sögum Joyce. Þau áhrif sýndu sig kannski ekki beint strax, en hvöttu menn til að íhuga aðferðir í sagnasmíð og sýndu að hægt var að leyfa sér ýmislegt. í stað þess að halda sig stíft við raunveru- leikann var hægt að fara með skáldsöguna á annað svið. Les Faux-Monnayeurs (Myntfalsararnir) sem André Gide gaf út árið 1925 og kallaði sína fyrstu skáld- sögu er gott dæmi um hver áhrif umræðan um sagnasmíð hafði. í henni eru marg- ir söguþræðir sem skerast og tengjast, mikill fjöldi af persónum og annað eins af fagurfræðilegum og siðfræðilegum skoðunum. Persónurnar taka sér sjálfar frelsi, breyta um persónuleika. Um leið er bókin saga um sögu, því ein aðalpersóna hennar er rithöfundurinn Edouard sem heldur dagbók og reynir að skrifa skáld- sögu sem líka heitir Les Faux-Monnayeurs. Önnur meginástæða fyrir breytingum á afstöðunni til skáldsagnagerðar voru sennilega nýjar kenningar í sálarfræði og heimspeki. Hingað til höfðu rithöf- undar talið sig færa um að skilja manninn og útskýra hann, athafnir hans og til- finningar. En kenningar heimspekingsins Bergsons um breytileika alls sem er og sérstaklega kenningar Freuds, sem nú var þýddur á frönsku, um mikilvægi undirvitundarinnar sýndu fram á að maðurinn var reikandi sál, sem ómögulegt var að skilgreina að fullu fyrst í honum væru óþekkt og myrk svæði. Maðurinn var orðinn samsafn af mótsögnum. Því var ekki lengur hægt að sýna einstakl- inginn aðeins utan frá, ekki heldur að útskýra hann út frá gerðum hans og við- brögðum í þjóðfélagi sem rithöfundurinn taldi sig færan um að dæma. Einstakl- ingurinn sjálfur hlaut að meta þjóðfélagið á huglægan hátt, læra að þekkja það og finna fyrir því. Þannig gat skáldsagan breyst úr því að vera lýsing á raunveru- leika í það að tákna og túlka raunveruleikann. Ef til vill má skýra þetta nánar með því að glugga aðeins í A la recherche du tetnps perdu (í leit að týndum tíma) eftir Marcel Proust (1871—1922). Án efa má telja skáldsögu þessa mesta tímamótaverk þriðja áratugarins og reyndar á hún sér vart neinn líka í franskri bókmenntasögu. Verkið kom út í nokkrum bindum á árunum 1913-1927, fyrsta bókin á kostnað höfundar, en sú næsta fékk Goncourt verðlaunin árið 1919. Það er að miklu leyti sjálfsævisögulegt, túlkun á eigin reynslu, „grundvallarbók, hin eina sanna bók“, eins og Proust sagði sjálf- ur. Hvað byggingu og stíl snerti var verkið nýstárlegt í hæsta máta. Við fyrstu sýn hafði það hvorki upphaf, miðju né endi, og sögðu sumir að í því væri alls engin grind. Sjálfur neitaði Proust því og sagðist hafa byggt verkið upp eins og 335
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.