Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 75
Þróun skáldsögunnar í Frakklandi frá 1880 til 1960 fyrsta franska skáldsagan sem brýtur til fullnustu upp ríkjandi skáldsagnahefð, boðar óvissuna sem er svo rík í nútímaskáldsögunni. Sameiginlegt með Proust og flestum rithöfundum þriðja áratugarins er hversu þeir halda sig í fjarlægð frá samtímanum, því sem er að gerast í þjóð- og heims- málum og veigra sér almennt við að taka afstöðu til þeirra. Yrkisefnin eru að mestu bundin við einstaklinginn og einkalíf hans. Nokkrir höfundar reynaþó að gefa heildarmynd af ýmsum hópum eða stéttum samfélagsins um leið og þeir segja sögu einstaklinga. Georges Duhamel (1884-1966), Jules Romains (1885- 1972) og Roger Martin du Gard skrifa allir viðamiklar fjölskyldusögur í mörg- um bindum sem gerast fyrir, um og eftir aldamótin, allar byggðar á sögulegum grunni og gjarnan með raunverulegum persónum í bland. Best tekst Martin du Gard að tengja sögu einstaklinga við mannkynssöguna, einkum í síðustu bók- inni í flokknum Les Thibault (Thibault fjölskyldan), L’Eté 1914 (Sumarið 1914), en hún kom reyndar út á fjórða áratugnum, nánar tiltekið árið 1936. Martin du Gard, sem langaði til að verða Tolstoj 20. aldarinnar, varð æ uppteknari af þró- un heimsmála á fjórða áratugnum og það kemur fram í Les Thibault enda þótt hann fjalli ekki beint um samtíma sinn. Hann var ekki einn um það. Upp úr 1927 fer að koma fram á sjónarsviðið í Frakklandi ný kynslóð rithöfunda sem fæddir eru rétt um eða fýrir aldamótin 1900 og á það sameiginlegt að telja heiminn sem þeir lifa í ómögulegan eins og hann er. En í stað þess að flýja hann eða leiða hann hjá sér vilja þeir breyta hon- um. Til þessarar viðhorfsbreytingar liggja ýmsar ástæður, fyrst og fremst stjórn- málaþróun í Evrópu, kreppan 1929, uppgangur fasisma á Ítalíu, Þýskalandi og jafnvel í Frakklandi þar sem rért tókst að koma í veg fýrir að fasistar hrifsuðu völdin í febrúar árið 1934. Þessir ungu menn voru hræddir um að hinn vestræni heimur væri orðinn gersamlega úrkynjaður og að hann væri að líða undir lok. Le Déclin de l’Occident (Hnignun hins vestræna heims, 1927), hét bók eftir ungan rithöfund sem átti eftir að láta að sér kveða, André Malraux (1901—1976). Sumir rithöfundarnir af 1930-kynslóðinni létu sér nægja að sýna vonlausan og grimman heim í bókum sínum, öðrum þótti tími til kominn að koma boðum til lesenda um að heiminn þyrfti að bæta. Á fjórða áratugnum hætti umræðan um skilgreininguna á skáldsögunni og form hennar að skipta eins miklu máli, nú var spurt til hvers hægt væri að nota skáldsöguna. Þeir voru fáir rithöfundarnir sem ekki fundu sig knúna til þess að taka afstöðu, láta sig þróun heimsmála ein- hverju varða, taka þátt í pólitík, jafnvel þótt þess sæi ekki alltaf stað í bókum þeirra. Rithöfundar eru frumkvöðlar að stofnun A.E.A.R. (Félags byltingar- sinnaðra rithöfunda og listamanna) árið 1932, en það hafði á stefnuskrá sinni baráttu gegn fasisma. André Gide, sem lengst af hafði látið sér nægja að hafa 337
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.