Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 80
Tímarit Máls og menningar gaman af því að grínast alvarlega með málið. í Exercises de style (Stílæfingar, 1947) gerir hann ýmsar tilraunir með það, og kemur með níutíu og níu gjörólík- ar útgáfur afsamaatburðinum. En Exercises destyleer alls ekki skáldsaga. Af sög- um Boris Vian má nefna L’Ecume des jours (Froða daganna, 1947), hún gerist í heimi sem er blanda af raunveruleika og fantasíu og verður til við furðulega notkun á málinu, meðal annars við að nota orð í eiginlegri merkingu þegar þau eru oftast notuð í henni óeiginlegri. Bæði Boris Vian og Raymond Queneau voru undir áhrifum frá súrrealistum, það var líka Julien Gracq (1910— ) sem er einn af fáum frönskum rithöfundum sem tekist hefur að búa til súrrealískar skáldsögur, undarlegt sambland skáldsögu og ljóðs. Le Rivage des Syrtes (Syrtu- strönd, 1951), minnir einna helst á langt prósaljóð. Meirihluta rithöfunda þótti sem bókmenntir væru annað og meira en leikur að orðum. Sigurvegarar stríðsins í Frakklandi voru einkum Gaullistar og kommúnistar sem höfðu unnið ötullega í andspyrnuhreyfingunni. Kommúnist- ar og fleiri andspyrnuhreyfingarmenn til vinstri létu töluvert að sér kveða í bók- menntum rétt eftir stríðið. Þeir fylktu sér í kringum vikuritið Les Lettres frang- aises sem hafði verið stofnað leynilega árið 1941 af rithöfundum í andspyrnu- hreyfingunni. Ætlun þeirra var að halda áfram starfi stríðsáranna, reyna að útbreiða menninguna meðal alþýðufólks, standa vörð um menningararf og berj- ast gegn fasisma og hvers kyns ranglæti. Bókmenntir skyldu vera ábyrgar, mannúðlegar og uppbyggjandi og rithöfundurinn forðast fílabeinsturninn og listina fýrir listina. Formgerð skáldverka skipti litlu máli, aðalatriðið var að vera raunsær. Louis Aragon var ein aðaldriffjöðrin í tímaritinu, hann hélt áfram að boða sósíalrealisma og skrifaði sjálfur bókaflokkinn Les Communistes (Kommún- istarnir, 1949—1951) sem sjaldan hefur verið talinn til hans bestu verka. Eftirþví sem lengra leið frá stríðslokum og kalda stríðið tók við varð tímaritið háðara Franska Kommúnistaflokknum og hætti að vera sameiningarafl vinstri sinnaðra rithöfunda og skálda. Bókmenntahreyfmgin sem ríkti í Frakklandi fyrstu fimmtán árin eftir stríðið og reyndar allt fram á sjöunda áratuginn var auðvitað tilvistarstefnan svokallaða. Jean-Paul Sartre stofnaði tímaritið Les Temps modernes árið 1945 ásamt vinum sín- um. í fýrsta heftinu setur Sartre fram í stefnuskrá kenningar sínar um ábyrgð rit- höfundar og hlutverk bókmennta, og byggjast þær mjög á heimspeki hans sjálfs. Fyrst einstaklingurinn ber einn ábyrgð á tilvist sinni og hefur engan til að treysta á nema sjálfan sig og samvisku sína, er hann dæmdur til að skapa sér sitt eigið hlutskipti og um leið sitt eigið frelsi. Andspyrnuhreyfing stríðsáranna hafði sýnt að maðurinn gat tekið örlögin í sínar hendur og losað sig úr fjötrum sem „aðrir", það er að segja saga, tími, samfélag og einstaklingar, settu hann í. Því þótti Sartre rithöfundurinn eiga að vera ábyrgur, hlutverk hans væri að vekja fólk til umhugsunar og reyna að hafa áhrif á samtíð sína. Að þegja er sama og 342
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.