Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 85
Próun skáldsögunnar í Frakklandi frá 1880 til 1960 skrifa hefðbundnar sögur. En með sögunum Le Vent (Vindurinn, 1957) og L’Herbe (Grasið, 1958) gerbreytti hann um stíl og frásagnarmáta og hefur síðan verið talinn til nýsögumanna. Söguþráður í bókum hans er mjög óljós, persónur gjarnan nafnlausar með öllu og hafa fá sérkenni. Claude Simon greinir sig frá öðrum nýsögumönnum einkum á tvennan hátt: Hann byggir skáldsögur sínar oftast á sögulegum grunni þannig að saga einstaklinga og samfélags blandast í minningum, hillingum og sýnum; og hann skrifar afar sérstæðan stíl, endalaus- ar setningar með miklu afsvigum, oft án upphafsstafa, engin greinarmerki finn- ast þar heldur, en áður en minnst varir er setningin rofin að öðrum innskotssetn- ingum, jafnvel í miðju orði, og hefst svo aftur þegar lesanda grunar síst. Orða- forðinn er ótrúlegur, og lesandi má hafa sig allan við til að fýlgja Claude Simon eftir. Nýju skáldsögunni hefur margt verið fundið til foráttu, og hún hefur mætt mikilli andstöðu fjölmiðla, sem öllu ráða um frægð og frama. Þegar Claude Si- mon fékk Nóbelsverðlaun fýrir tveimur árum, þóttust fréttamenn sjónvarps og útvarps í Frakklandi ekki kannast við hann. Höfundarnir hafa verið ásakaðir fyr- ir að sögur þeirra séu ólæsilegar og óskiljanlegar og þær sýni ómannlegan heim þar sem samband milli manna sé óeðlilegt í alla staði. Oft hefur verið sagt að nýja skáldsagan sé ekkert annað en leikur með formið. Sjálfsagt er það rétt að al- menningur les hana ekki sér til skemmtunar, en hann les heldur ekki Proust, jafnvel ekki Céline. Þrátt fyrir þessa gagnrýni eru kaflar úr bókum nýsögu- manna löngu komnir inn í kennslubækur fyrir menntaskóla, sem segir nokkuð um gildi þeirra. Er nýsagan þá sú skáldsaga framtíðarinnar sem beðið var um fyrir aldamótin 1900? Um það er erfitt að dæma nú, aðeins þrjátíu árum eftir að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Hún hefur líka tekið miklum breytingum síðan um 1960, og þeim er ekki hægt að gera skil hér. Fyrir utan þá gjörbyltingu sem hún boð- aði á sínum tíma í gerð skáldsögunnar, hefur hún sennilega gegnt öðru og ef til vill merkilegra hlutverki, en það er að dýpka skilning manna á því hvað skáld- sagan er í raun og veru. Ekki bara sögð saga, heldur líka þrotlaus vinna við gerð texta, handfjöllun málsins. Hún hefur sýnt að málið sjálft er göldrótt og getur skapað nýjan og sjálfstæðan heim. Og ef nýsagan hefði ekki orðið til er óvíst að formgerðarstefnan á sjöunda áratugnum hefði orðið jafn áhrifamikil og raun ber vitni. En það er önnur saga. 1 Stendhal: Le Rouge et le Noir, Balzac: Le Pére Goriot og Les lllusions perdues, Flaubert: L'Education sentimentale, Maupassant: Bel-Ami. 2 M. Raimond: „La crise du roman", í Histoire littéraire de la France. Tome V. De 1848 á 1913, Paris, Les Editions Sociales, 1977. 3 Sjá t.d. bók Edouard Drumont, La FranceJuive, sem gefín var út í París árið 1885 og varð metsölubók. 347
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.