Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 88
Tímarit Máls og menningar En það stendur ekki lengi. Þau fara inn í býkúpur sínar, inn á milli veggjanna, og svo heyrast raddir sjónvarpstækjanna sem rymja, hlæja hæðnislega, söngla. Eða þá, allt í einu, þegar myrkrið skellur á, þá heyr- ast skerandi drunurnar frá mótorhjólunum, og flokkurinn þeysir á fullri ferð í sveigum yfir bílastæðin, snýst í hringi í kringum rafmangsstaur- ana. Tíu, tuttugu mótorhjól kannski, og allir strákarnir eru með appel- sínugula eða fánalita hjálma, skyggni úr plexigleri og í svörtum leður- líkisblússum. Hávaðinn frá tryllitækjum þeirra glymur í steyptum veggjunum, fer öskrandi um gangana og niður í undirgöng, kemur nokkrum hundum til að gelta. Síðan fara þeir, eins og hendi sé veifað, og hávaðinn frá hjólum þeirra lækkar, fjarar út innan um aðra veggi, djúpt í iðrum annarra undirganga. Stundum fara þeir upp fyrir brennsluna, upp í Ariane-dalinn, eða þá að þeir fara eftir krókótta veginum sem liggur upp að kirkjugarðinum, þeir klifrast líka upp Lauvette-einstigið. Hljóðið sem þeir gefa frá sér er undarlegt, eins og það komi frá villidýrahjörð sem öskrar og rymur í myrkrinu, svo bergmálar djúpt niðri í dimmum skurðum. Þetta er háv- aði sem vekur ótta, afþví að hann kemur frá öllum hliðum í einu, óskilj- anlegur, næstum því yfirnáttúrulegur. Um nætur blæs kaldur vindur um háhýsin og á bílastæðunum, eins og ágrýttum hásléttum. Himinninn er svartur, stjörnulaus, án tungls, að- eins blindandi Ijós hárra ljósastaura úr járni myndar depla á malbikinu. Á daginn endurvarpast sólarljósið á steypugráum veggjunum, fangið bak við þunga skýjabreiðuna, og þögnin sem er inni í þessu ljósi er enda- laus. Þarna eru glampar og þarna skuggar. Bílar fara um breiðu akbraut- ina meðfram fljótinu, og neðar, yfír brúna. Vélarnar titra og renna enda- laust áfram, milli hárra klettanna, steypubílar, vörubílar sem flytja timbur, bensín, múrsteina, kjöt eða mjólk. Smábílarnir eru á leiðinni að stórmörkuðunum eða að koma þaðan, blindir, eins og í rauninni sé eng- inn við stýrið. í dag, annan í páskum, er stóra hverfið með leigublokkunum enn þá auðara, ennþá víðáttumeira. Himinninn er grár, kaldur vindur blæs meðfram fljótinu þurra, fer upp á milli flóðgarðanna, milli hárra blokk- anna sem eru eins og björg. Hvítt ljós skýjanna glitrar á gluggarúðun- um, alveg upp á sextándu hæð, myndar eins konar eldingar sem iða, eins konar glampa. Á stóru, auðu bílastæðunum eru fölir skuggar. Fólkið er ekki hér, í dag er það horfið. Aðeins hreyfingarlausir skrokk- 350
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.