Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 90
Tímarit Máls og menningar Á göngunni reynir hún öðru hverju að sjá sjálfa sig, í gluggum kyrr- stæðra sendibíla eða í bakspeglum stórra vörubíla. Hún reynir að sjá sig, svolítið kvíðin, hallar höfðinu aðeins og pírir augun. Þá sér hún eins og í bláu mistri, í litlu kúptu speglunum, svartar og hvítar útlínur sínar sem færast nær líkt og dansandi skrefum, langir fætur, langir handleggir, líkaminn víkkar út um mjaðmirnar, og andlitið er lítið eins og títu- prjónshöfuð umkringt gylltu hárinu. Svo stækkar hún í framan, fitnar, aflagast svolítið, langt nef, svört augu með breiðu bili á milli eins og á fiski, kirsuberjarauður munnur sem brosir og sýnir mjallhvítar tennurn- ar. Áður hefði Christine hlegið í hvert sinn sem hún sá afskræmda spegil- mynd sína. En núna er kvíðinn of mikill, og hún reynir að muna hvernig hún er í framan í raun og veru, og líkaminn, reynir að skapa hann eftir þessari afkáralegu mynd, þess vegna lokar hún augunum þegar hún er komin fram hjá speglinum. Hún veit ekki hvers vegna hún hefur svo mikla þörf fyrir að sjá sjálfa sig. Þörfin er einhvers staðar inni í henni, nístir hana og meiðir næstum, og þegar hún hefur gengið lengi á götunni án þess að sjá neitt annað en sína eigin gráu spegilmynd í gluggunum, eða afmyndað andlit sitt í hliðarspeglum bílanna, leitar hún að spegli, alvöru spegli, hvar sem er, í anddyri fjölbýlishúss, á klósetti á bar, utan á hárgreiðslustofu. Hún gengur að speglinum, nemur staðar og horfir lengi á sjálfa sig, með græðgi, hreyfmgarlaus, næstum án þess að anda, starir í augun á spegil- myndinni, þar til hana sundlar. Grá skýin hylja sólina, en Christine finnur á sér að það er orðið fram- orðið. Nóttin kemur bráðum, upp árdalinn með vindinum, ekki of hratt. En Christine vill ekki fara heim. Heima, það erþröng íbúðin með blettóttum veggjum, sterk matarlyktin sem henni býður við, gaulið í sjónvarpinu, hróp nágrannanna og glamrið í leirtauinu, hljóð sem berg- mála í steinsteyptum stigunum, dyr lyftunnar sem ískrar og stoppar með rykkjum á einni hæð eftir aðra. Christine hugsar líka um föður sinn, föð- ur sinn sem situr fýrir framan sjónvarpið með illa rakaðar kinnar og strítt hár; hún hugsar um litlu systur sína, fölt andlit hennar með bauga í kringum augun, lymskulegt augnaráð tíu ára stelpunnar. Hún hugsar svo ákaft um hana að hún hnyklar brúnir og tautar nokkur orð fyrir munni sér, án þess að vita alveg hvað hún er að segja, kannski blótsyrði, eða bara þetta: „Farðu!“ Hún hugsar líka um móður sína, þreytt andlit hennar, litað hárið, þyngslalega útlimi og maga, hlaðna þögn hennar 352
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.