Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 92
Tímarit Máls og menningar tekst að líta út fyrir að vera á sama aldri með því að ganga svona klædd, vera á háum hælum og máluð. Eigandi Milk Barsins reis upp af stólkoll- inum sínum, kom til stúlknanna og tók sér stöðu fyrir framan þær: „Hvað var það fyrir ykkur?“ „Svart kaffl,“ segir Cathie. „Og kaffi með mjólk fyrir mig,“ segir Christine. Eigandinn hélt áfram að horfa á þær, beið eftir að þær segðu eitthvað fleira. Svo muldraði hann: „Allt í lagi, en ég loka eftir tíu mínútur." Cathie er alltaf svona: Hún talar of mikið, of hratt, baðar út höndun- um, og það gerir Christine hálf ringlaða, sérstaklega af því að hún hefur ekki borðað neitt síðan í morgun, og af því að hún hefur verið á labbi úti allan daginn, um auðar göturnar, eftir torgunum, niðri við sjóinn. Og svo er Cathie alltaf að tala illa um fólk, hún er sannkölluð kjaftatífa, og þá svimar mann líka, eins og í hringekju sem fer of hratt. Til allrar hamingju er orðið dimmt úti núna. Þrátt fyrir viðvörunina virðist eiganda Milk Barsins ekki langa til að loka strax. Hann heldur áfram að lesa blaðið sitt, en er ekki eins niðursokkinn, lítur oft upp til að virða stúlkurnar fyrir sér. Christine gýtur augunum í átt til hans, og stendur hann að því að vera að horfa á sig gljáandi augum. Hún roðnar og snýr höfðinu snöggt út að glugganum. „Komdu!" segir hún allt í einu við Cathie. „Komum okkur!" Og án þess að bíða boðanna, lætur hún peningana fyrir mjólkurkaff- inu á plastborðið og fer út. Cathie nær henni fyrir neðan tröppurnar. „Hvað er að þér? Viltu fara heim?“ „Nei, ekkert," segir Christine. En núna þegar hún er komin út, áttar hún sig á að hún verður að muna aftur eftir íbúðinni með blettóttu veggj- unum, sjónvarpinu sem talar aleitt, þrjóskulegu andliti föður síns, þreyttum líkama móður sinnar og augnaráði systurinnar. „Allt í lagi, bless, best ég fari heim,“ segir Cathie. Henni virðist allt í einu leiðast. Christine langar til að halda aftur af henni, hún reynir. „Heyrðu, viltu ..." En hún veit ekki hvað hún á að segja. Nóttin er köld, vindurinn blæs. Cathie brettir upp kragann á bláa jakkanum sínum og hún veifar og hleypur afstað. Christine horfir á hana fara inn í blokkina á móti, kveikja ljósið í stigaganginum. Hún bíður augnablik fyrir framan dyr á götu- hæð, síðan opnast þær og lokast aftur. Cathie er horfin. 354
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.