Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 98

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 98
Tímarit Máls og mentiingar Le Procés-verbal fjallar um mann að nafni Adam Pollo, sem lokar sig inni í yfirgefnu húsi. Hvers vegna veit enginn, ef til vill er hann búinn að fá nóg af því að lifa í vitfirrtum heimi, ef til vill er hann sjálfur brjálaður. En Adam Pollo fer Iíka út úr húsinu, gengur um götur borgarinnar og niður að sjónum. Borgin birtist honum í senn spennandi, leyndardómsfull og skelfileg. En Adam virðist falla inn í umhverfið og jafnvel taka á sig mynd þess. Hann verður að fjörunni sem hann gengur á, hundinum sem hann eltir eða rottunni sem heimsækir hann. í stuttu máli virðist Adam Pollo skynja veröldina og mannlífið í kringum sig á einkar óvenjulegan og sterkan hátt. Næstu tíu árin gefur Le Clézio út nokkrar bækur, bæði skáldsögur og smásögur. Af þeim má nefna Le Déluge (Syndaflóðið, 1966) og La Guerre (Stríðið, 1970). í þeim fjallar hann meðal annars um firringuna og einmanaleikann sem nútíma samfélagshættir hafa í fór með sér. Einkum er honum hugleikið að lýsa lífinu í stórborg, stað sem laðar fólk að sér en gerir það um Ieið að fórnarlömbum sínum. Bílljós, mótorhjól, sírenur, stórmark- aðir, háhýsi og hraðbrautir fylla verk hans frá þessum árum og reyndar æ síðan. í þessu umhverfi eru aðalpersónur oft einmana mannverur eða utangarðsfólk, gjarnan unglingar eða börn, sem hafa þann eiginleika að geta skynjað umheiminn á ferskan og næman hátt. Le Clézio lýsir tilfinningum þeirra, gleði, sársauka og hræðslu, löngun og þrá. En bækur hans fjalla líka um samband mannsins við náttúruna og nauðsyn þess að vera í snertingu við höfuðskepnurnar. Le Clézio er ólíkur flestum rithöfundum sem vilja láta eftir sér taka, að því leyti að hann heldur sig algerlega utan við bókmenntaklíkur Parísarborgar, er tregur til að veita blaðamönnum viðtöl og koma fram á opinberum vettvangi. Hann hefur hins vegar verið mikill ferðalangur um dagana. Allt frá 1964 hefur hann dvalið langdvölum erlendis. Lífs- hættir fólks í þriðja heiminum falla honum betur í geð en þeir sem tíðkast í Vestur- Evrópu, og hann hefur meðal annars búið lengi meðal Indjána í Panama og Guatemala og þýtt trúarrit Maya á frönsku. Á áttunda áratugnum gaf Le Clézio út fremur fáar bækur og þær raddir heyrðust að hann hefði ekki lengur neitt að segja og myndi brátt hætta að skrifa. En árið 1980 kom út skáldsagan Désert (Eyðimörk) sem eyddi þeim orðrómi. Désert er saga um unga munaðar- lausa stúlku sem býr í Norður-Afríku og heitir Lalla. Þar kemur að hún verður að fara frá heimalandi sínu til borgarinnar Marseille í Frakklandi þar sem hún kemst í kynni við hið auma þrælalíf innflytjendanna, um leið og ýmislegt óvenjulegt hendir hana. En ekkert getur slökkt þrána til eyðimerkurlandsins þar sem hún er fædd og uppalin og þangað snýr hún að lokum. Inn í söguna fléttast eins og viðlag frásögnin um forfeður Löllu, „Bláu mennina" frá Rio de Oro og hvernig þeim var útrýmt af frönskum nýlenduher. Désert er sagan um hinn kúgaða mann sem heldur reisn sinni og sjálfstæði hvað sem á dynur. Einn- ig ber Le Clézio hér saman tvenns konar heima, annars vegar þann franska, iðnvædda, og hins vegar þann norður-afríska, hinum fyrrnefnda mjög í óhag. Með þessari skáldsögu sýndi Le Clézio að vonirnar sem bundnar voru við hann þegar hann byrjaði að skrifa höfðu sannarlega ræst. Nýjasta skáldsagan sem hann hefur látið frá sér fara og út kom árið 1985 stendur Désert alls ekki að baki og sannar enn að hér er á ferð- inni mikill rithöfundur. Sú saga heitir Le C7>ÉríÁf»rí/’or(Gulleitarmaðurinn)og fjallar um mann sem eyðir fjölda ára í að leita að fjátsjóði á eyjunni Rodrigues í Indlandshafi. Hann fórnar öllu fyrir þessa þráhyggju, dvelur aleinn í óbyggðri vík árum saman, missir allt 360
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.