Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 113
Enn um íslendingabók kunnara og nú er gerr sagt á þessi en á þeirri. En hvatki er nú sagt er í fræðum þessum, þá er skylt að hafa það heldur er sannara reynist. (íslenzk fornrit I, 3) Nú segir í formálanum að bókin hafi verið skrifuð „of hið sama far“ það er að segja eins „fyr utan áttartölu og konungaævi". Þetta hefur verið skilið þannig að Ari hafi sleppt þessu tvennu í seinni gerðinni. En reyndar mætti allt eins skilja þetta svo, að einmitt í þessu sé breytingin fólgin. Orð Ara taka af öll tvímæli um að bókin sé aukin: „og jókk því er mér varð síðan kunnara," segir hann, „og nú er gerr sagt á þessi en á þeirri." Það fær því engan veginn staðist að hann hafi fellt eitthvað úr henni, þvert á móti: hann bætti við hana. Eitthvað er því bogið við skilning manna á orðum hans. Aðalröksemdin fyrir úrfellingarskoðuninni er sú að í formála Heimskringlu nefni Snorri sjálfur konungaævi Ara. Þar með gefa menn sér að vísu að þeir Snorri og Ari eigi við nákvæmlega sama hlutinn þegar þeir tala um „konunga- ævi“. En hvað eiga þeir við? í formála Heimskringlu segir Snorri: Ari prestur hinn fróði Þorgilsson, Gellisonar, ritaði fyrstur manna hér á landi að nor- rænu máli fræði bæði forna og nýja. Ritaði hann mest í upphafi sinnar bókar frá íslands byggð og lagasetning, síðan frá lögsögumönnum, hversu lengi hverr hafði sagt, og hafði það áratal fyrst til þess er kristni kom á ísland, en síðan allt til sinna daga. Hann tók þar og við mörg önnur dæmi, bæði konungaævi í Noregi og Danmörku og svo á Englandi eða enn stórtíðendi er görst höfðu hér á landi, og þykir mér hans sögn öll merkiligust. (ÍF XXVI, 5-6) Um hvað er Snorri að tala? Ævisögur fornkonunga? Nei, málið snýst um tímatal. Konungaævi merkir þarna tímatal miðað við ríkisár konunga, ekki ævisögur. Enda kemur það heim og saman að Ari styðst við ríkisár norskra, danskra og enskra konunga í tímatali sínu. Lítum til glöggvunar á önnur um- mæli Snorra: Það var meir en tvö hundruð vetra tólfræð, er ísland var byggt, áður menn tæki hér sögur að rita, og var það löng avi og vant, að sögur hefði eigi gengist í munni, ef eigi væri kvæði, bæði ný og forn, þau er menn tæki þar af sannindi fræðinnar. (ÍF XXVII, 422) Ekki er nú ævisögunum þarna fyrir að fara. Ari notar orðið sjálfur í þessari merkingu í íslendingabók þegar hann segir: „Að hans sögu er skrifuð ævi allra lögsögumanna á bók þessi, þeirra er voru fyrir vort minni". (ÍF I, 22) Skyldi þá vera ástæða til að ætla að „konunga ævi“ hafi merkt eitthvað allt annað í munni Ara, fyrst þessi er merkingin í „lögsögumanna ævi“? Einhvern veginn hefur fræðimönnum tekist að horfa framhjá því sem stendur í formálanum og skilja orðið í nútímamerkingu sem einhvers konar frásögn um ævi konunga, í stað þess að takaþað í þeirri merkingu sem Ari notarþað, sem tímatalsviðmiðun. Tvennt 375
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.