Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 116
Umsagnir um bækur MANNLÍF { GÁRUÐUM SPEGLI Sagnaflokkur Sigurðar A. Magnússonar sem hefur undirtitilinn Uppvaxtarsaga hefur nú verið til lykta leiddur í 5 bókum; lokabindið, Úrsnöru fuglaram, kom úts.l. haust. Um þá bók er naumast hægt að fjalla einangrað, en hins vegar má segja að þetta fimm binda verk sé tvískipt, að þáttaskil verði kringum þriðju bók. Ég hef því kosið að skoða þrjár síðustu bækurnar í svolitlu samhengi. Fyrstu sögurnar mynda hvor um sig til- tölulega afmarkaða heild. Undir kalstjömu hefst á fæðingu sögumanns og lýkur með sviplegu andláti móður hans, og móður- og bróðurmissir marka upphaf og endi Möskva morgundagsins. Að hluta vegna þessarar innrömmunar eru fyrstu sögurnar markvissari að byggingu en þær sem á eftir koma. Skólanámið er það helsta af ytri at- vikum sem afmarkar síðari bækurnar. í Jakobsglímutmi (J) brýst söguhetjan til náms í trássi við föður sinn, gerist liðsmað- ur KFUM og er í sögulok sestur í fyrsta bekk Menntaskólans. Skilningstréð (S) seg- ir frá menntaskólaárum og Úrsnöru fuglar- ans (F) frá hálfu öðru ári að loknu stúdents- prófi og frá vonlausri, þrálátri ást hans á finnskri fegurðardís og trúarsystur. Vinsældir fyrstu bókanna voru með ein- dæmum og víst af mörgum rótum runnar. Söguefnið, líf lágstéttarfólks í útjaðri Reykjavíkur á kreppu- og hernámsárum, hafði ekki fyrr birst á bók. Jafnvel í sagn- fræðibókum um Reykjavík hafði þetta fólk naumast komist á blað, enda hæfði það ekki stærilátri sjálfsmynd „borgarbúans”. Örnefni í Reykjavík, sem nú voru nánast týnd undir fjölmennum íbúðahverfum, vöknuðu á ný til mergjaðs lífs, og fram- andlegs, þótt skammt væri um liðið. Við þetta bættist forvitni landans um náung- ann. Fyrirmyndir margra persóna voru auðþekktar þrátt fyrir breytt nöfn, og það varð vinsæl gestaþraut að reyna að leita þær uppi. En það sem gæddi bækurnar lífi og ýtti undir alla þessa forvitni var áhrifa- mikill söguþráður, ástríðufull frásögn, listræn framsetning. Þær þrjár bækur sem hér um ræðir eru ekki eins örlátar á umhverfislýsingar sögu- manns. Pað er ekki að ófyrirsynju að nær öll einkunnarorð bókanna fjalla um myrk og óræð svið mannshugans. Spegillinn hefur gárast, unglingsárin eru tekin við í lífi Jakobs Jóhannessonar með tilheyrandi kergju og tilfinningakreppu á öllum svið- um. Eftir því sem sögumaður verður inn- hverfari stefnir lýsingin meira inn á við; umhverfið, fólk og bæjarbragur hættir að vera eins snar þáttur frásagnarinnar og áð- ur, og ekkert athugavert við það. Höfund- ur reynir að „bæta þetta upp“ með tvenn- um hætti, með einhvers konar annála- greinum sem eru í lausum tengslum við frásögnina, og með almennum útlegging- um. Víða spretta upp af því síðarnefnda snarpar og prýðilegar hugvekjur, en um leið vill brenna við að listræn umgerð frá- sagnarinnar rofni. í stað hins rótlausa, hvikula unglings er höfundurinn sjálfur í sögumannshlutverki í klausum eins og þessari: Faktúrufalsanir voru brátt komnar í flokk með þjóðaríþróttum íslend- inga, en almennu siðgæði í við- skiptaháttum hrakaði í réttu hlut- falli við framgang frjálsrar sam- keppni að amrískri fyrirmynd. 378
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.