Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 123
því óhjákvæmilega til nokkurra von- brigða. Eins og aðrir hafa rithöfundar þurft að búa við duttlungafullar loftungur þess dularfulla apparats sem stundum er kallað bókmenntastofnun hvers tíma, — hvort sem þá er átt við konungshirðir, valda- mikla prentsmiðjueigendur, útgáfuráð eða gagnrýnendur. En einhvern veginn hefur nú flest blessast með tímanum, — lífvæn- legar bókmenntir hafa haldið lífi þrátt fyr- ir tímabundna stofnanamótstöðu. Og munu væntanlega gera enn og vonandi engin ástæða til þess að fara fyrirfram með langar harmatölur óbirtra snilldarverka. Samt eru blikur á lofti. Fjölmiðlafár augnabliksins stjórnast af undarlegum lögmálum, sumir segja það stjórnlaust. Á diskótekum ljósvakans er mönnum skotið eins og rakettum upp á stjörnuhimininn, en eru síðan með öllu gleymdir næsta dag. Yfirborðsmennska diskótekanna tröllríður öllu gildismati, vitleg yfirvegun er svo hróplega fjarverandi að maður fer að óttast um það þjóðfélag sem er ofurselt þessu dóti. Þótt það sé í sjálfu sér ágætt að t.d. ungir höfundar séu kynntir í fjölmiðlum, reyndar sjálfsögð krafa og ber ekkert að þakka það sérstaklega, þá er ekki sama hvernig það er gert. Þegar menn kynna höfund eins og þeir séu að blása sápukúlur, þá er verr af stað farið en heima setið. Gild- ismat poppheimsins á einfaldlega ekki við í slíkum tilfellum, og það er sorglegt dæmi um einhæfni fjölmiðlanna hvernig þeir bregðast á nákvæmlega sama hátt við öllum aðstæðum. II. Þetta er líklega orðið nokkuð óljóst for- spjall að umsögn um smásögur Ólafs Jó- hanns Ólafssonar, Níu lykla, sem Vaka- Helgafell gafút ásíðastliðnu ári. Að minni hyggju varð þó Ólafur nokkuð fyrir barð- Umsagnir um bxkur inu á fjölmiðlaskrumi. Bók hans var kynnt sem „mikill bókmenntaviðburður", en í „umfjöllun" sinni lögðu fjölmiðlar mesta áherslu á tvennt: að Ólafur væri dúx, raun- vísindaséní sem tæki brátt við ábyrgðar- stöðu hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki og svo hins vegar að hann væri sonur sagnaskálds- ins Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Slíka kynningu fékk 24ra ára nýgræðingur á bókmenntasviðinu sem gaf út níu stuttar og hógværar smásögur! Sannarlega bjarn- argreiði, því viðbrögð manna við smásög- um Ólafs mótuðust mjög af þessari vondu kynningu; ýmist voru menn hrifnir eða mjög óánægðir, því allt kallar á andhverfu sína. Fyrir vikið held ég að þessar sögur Ólafs hafi ekki verið metnar sem skyldi, - hafi ekki fengið heiðarlega og gagnrýna umfjöllun sem þær eigaþó sannarlega skilið. III. Fyrir það fyrsta bókarheitið: lyklar. Af hverju? Að öllum líkindum er hér átt við að sögurnar níu séu lyklar að mannlífi, — lyklar að þeim manneskjum sagnanna sem allar eiga einsemdina sameiginlega. Eink- unnarorð gefa þetta þegar til kynna, - það fellur vel að anda bókarinnar að Ólafur taki undir með T.S. Eliot sem segist hafa rölt um mjóstræti að horfa á reykinn liðast úr pípum einsemdarmanna. Það er líka glöggt og sameiginlegt sjónarhorn sagn- anna, að persónur eru skoðaðar utan frá, - úr vissri fjarlægð þrátt fyrir ágæta tækni- lega tilburði höfundar til þess að skapa ná- lægð. Mest ber á þeirri einsemd sem telja má klassískt minni í íslenskri smásagna- gerð, einsemd utangarðsmannsins. í sög- um Ólafs eru menn til hliðar við samfélag- ið aðallega sökum elli og alls sem henni fýlgir, þótt einnig sé að finna ástæður eins og fátækt, frægð og kynþátt. Þetta efni sníður bókinni vissulega ákveðinn stakk, og ber að hafa það í huga þegar menn 385
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.