Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 124
Tímarit Máls og menningar hyggja að öðrum eigindum sagnanna eins og stíl og orðfæri. Það sem einkum vekur athygli við sögur þessa unga höfundar er að lýsingar hans á meginviðfangsefni sínu, gömlu fólki sem má muna sinn fífil fegurri, eru næmar og sannferðugar. Það má segja að þær séu trú- verðugri heldur en þegar yngra fólk á í hlut. Þessi staðreynd sýnir tvennt: að Ólaf- ur hefur innsæi og innlifunargáfu umfram sitt reynslusvið, sem er vitanlega hverjum höfundi nauðsynlegt, og að einhverra hluta vegna höfða aðstæður gamals fólks sterkt til hans. Það er ennfremur athyglisvert, og menn skulu hafa í huga að hér er á ferðinni byrj- andi í sagnagerð, — að sögur Ólafs Jóhanns bera með sér að hann kann nokkuð góð skil á alhliða sögutækni, m.a. þeirri sem smá- sögur byggjast á; t.d. að skapa tiltekið andrúmsloft, stemmningu og láta ekki sjálfa „söguna" sliga þá mikilvægu þætti. Hann kann einkar vel að byggja upp sögur sínar, og notar oft andstæður og hliðstæð- ur mjög markvisst. En stundum virðist manni sem tæknin sé á kostnað lífs og átaka, og kann það bæði að stafa af efni sagnanna og þeirri miklu fjarlægð í tíma sem oftast nær er milli höfundar og per- sóna hans. Raunsæilegar lýsingar á að- stæðum gamals fólks og fáguð tæknileg uppbygging kunna að valda því að ekki fer mikið fyrir tilþrifum í stíl. Fyrsta saga bókarinar, Stjórnari himin- tunglanna, er að mörgu leyti ágætlega gerð saga um sígilt efni: samspil bókmennta og raunveruleika, og þann leik sem tilviljanir og ímyndun geta átt í lífi manns. Sagan er sögð í þriðju persónu og hér virðist Ólafur best ráða við þann vandasama frásagnar- hátt. Lýsing aðalpersónunnar er nærfærin og minnisstæð, en byrjendabragurinn kemur í ljós í ýmsum smáatriðum, eins og til dæmis því að andstæðurnar verða of skarpar. Umskipti aðalpersónu úr fíl- hraustum manni sem átti fallega kærustu í ræfilslegan flæking verða of „banöl" í svo stuttri sögu, orka sem klisja. En þetta er góð saga sem hefði getað orðið verulega góð, ef Ólafur hefði unnið hana betur. Skortur á þeirri fágun sem reynslan læt- ur einkum í té, stendur líka annarri um margt ágætri sögu, Myrkur, fyrir þrifum. Söguefnið er gott; skelfmg sjóndapurs bíl- stjóra, en veikleiki sögunnar er að höfund- ur lætur of mikið uppi. Hann útskýrir skelfinguna í stað þess að láta lesandann upplifa hana. Það hefði verið farsælli leið fyrir Ólaf að láta stemmninguna liggja meira í stílnum, t.d. varðandi andstæður bílstjóra og farþega sem eru augljósar frá upphafi, í staðinn fyrir að segja það fullum fetum að farþeginn „sé kaupsýslumaður sem skilji ekki gamla sjóndapra leigubíl- stjóra". Það sama má segja um söguna Fylgjan. Þar hefði meiri rækt við stílgaldur verið nauðsynleg til þess að fjörga átök gamalkunnra andstæðna bókhalds og skáldskapar. Tvær sögur sem sagðar eru í fyrstu per- sónu, eru að mínu mati best heppnaðar í bókinni. í báðum mynda vísindin baksvið og grunn sagnanna, og útfrá þeim spretta vangaveltur um þekkingu, heiðarleika, fordóma, hégóma, hroka og aðra mann- lega eiginleika, eins og í flestum hinna. Efni beggja býður uppá móralska útlegg- ingu sem Ólafur kemst nokkuð laglega hjá, að mínu viti. Sögurnar tala sínu máli og þarfnast engra útskýringa. í sögunni Frcegö segir frá frægum vísindamanni sem rifjar það upp á sínum efri árum, að út- reikningar sem hann hnuplaði frá ófram- færnum unglingi urðu honum til mestrar frægðar og virðingar í vísindunum. Ólafur fer laglega með efnið; vinnur vel úr þeim andstæðum meistara, velgjörðarmanns og lærisveins, sem hafa í lokin snúist við. 386
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.