Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 126

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 126
Tímarit Máls og menningar heldur fram í bók sinni, Kommúnista- hreyfingin á íslandi 1921-1934, 90-91, að 20-30 manns hafi verið reknir úr flokkn- um á fyrri hluta ársins 1934. Og Ásgeir Blöndal Magnússon, sem þekkti vel til þessara atburða og verður tæpast grunaður um kommúnistahatur, segir í ritdómi um bók Þórs í S'ógu 18 (1980), 326: „Tímabil flokksdeilnanna var kommúnistaflokkn- um annars erfitt, og margt ömurlegt, furðulegt og jafnvel grátbroslegt gerðist þá á hans vegum." Loks má fallast á að frásögnin af út- göngu kommúnista af Alþýðusambands- þingi 1930 jaðri við að vera villandi af því hvað hún er stuttaraleg, án þess að þar sé nokkuð beinlínis rangt. Ég kaus að segja frá vantrauststillögu kommúnista á stjórn Alþýðusambandsins, bara af því að það gaf eðlilegt tilefni til að birta tölur um styrk- leikahlutföll armanna á þinginu, annað fannst mér ekki þurfa að segja. Nú sé ég að lagabreytingin sem var samþykkt á þing- inu og útilokaði aðra en Alþýðuflokks- menn frá trúnaðarstörfum í Alþýðusam- bandinu er of mikið atriði til að rétt sé að hlaupa yfir hana. Með henni voru komm- únistar í rauninni flæmdir úr Alþýðusam- bandinu. Gegn aðfinnslum Þorleifs um þessi at- riði hef ég það eitt mér til afsökunar að bókin ergefin út í bráðabirgðaútgáfu. Það er tekið skýrt fram á titilblaði hennar, og í formála eru lesendur varaðir við því að treysta á einstakar staðreyndir bókarinnar, ef á miklu ríði að hafa þær réttar. Öll önnur gagnrýni Þorleifs sýnist mér stafa ýmist af misskilningi, vanþekkingu á námsbókagerð eða óhóflegri viðkvæmni fýrir hönd Kommúnistaflokksins gamla. Fyrst er að telja gagnrýni Þorleifs á frá- sögn mína af fullveldissamningnum 1918. Ég sagði í Uppruna nútímans að heimildir styddu ekki þá gömlu skoðun að Danir hefðu verið samningsfúsir við íslendinga vegna þess að þeir hafi verið að búa sig undir að endurheimta Norður-Slésvík (Suður-Jótland) eftir ósigur Þjóðverja í fýrri heimsstyrjöldinni. Þorleifur þykist vita betur og kvartar af því tilefni undan því að íslenskir sagnfræðingar noti ekki danskar heimildir um sjálfstæðisbaráttu íslendinga. „Stundum gæti virst sem söguritarar telji að ef heimildir eru ekki finnanlegar á íslandi þá séu þær ekki til.“ Svo þykist hann sanna með tilvitnunum í ummæli danskra stjórnmálamanna í blöð- um og á þingi að menn hafi vissulega tengt sjálfstæðismál íslendinga og kröfu Dana til Slésvíkur. Það er seinheppni að nota þetta sem dæmi um heimaalningshátt íslenskra sagnfræðinga af því að heimild mín er ein- mitt danskt fræðirit, bók eftir Per Sundbpl sem hefur komið út í íslenskri þýðingu Jóns Þ. Þór undir titlinum íslandspólitik Dana 1913—1918 (Rv., Örn og Örlygur, 1979). Á þessa bók er vísað í kennara- handbók með Uppruna nútímans, sem Þorleifur hlýtur að hafa notað. Sundbpl fann engar samtímaheimildir um að menn hefðu notað vonina um að endurheimta Slésvík sem röksemd fyrir því að láta und- an íslendingum, áður en danska sendi- nefndin lagði af stað til Reykjavíkur sumarið 1918. Honum fannst heldur ekki líklegt að sú röksemd hefði skipt miklu máli. „í júní 1918 benti fátt til þess að Þjóðverjar myndu tapa stríðinu innan skamms, — eða að þeir myndu tapa því yfirleitt, — enda var sókn þeirra á vesturvígstöðvunum enn í fullum gangi." (86) í niðurstöðukafla hnykkir Sundbpl enn á þessu: „Engar heimildir eru fyrir því að afstaða ráðherr- anna í júlí 1918 hafi ráðist vegna hug- mynda þeirra um Suður-Jótland. Stjórnin samþykkti sambandslögin fýrst og fremst til þess að bæta sambandið við ísland." (137) 388
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.