Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 15
Ádrepur
Örn Ólafsson
Bókmenntatúlkanir
Víða er grundvallarmunur gerður á vísindum, sem fjalla um náttúruna, og
frœðum, sem fjalla um mannaverk. Vísindasjóður Islands kallar þetta raunvís-
indi og hugvísindi. Þar er gengið svo langt að sjóðurinn starfar í tveimur deild-
um. Eg býst við að það sé til að tryggja að fræði („hugvísindi") fái einhverja
lágmarksfyrirgreiðslu, því raunvísindi þykja miklu fínni, og fá jafnan meira fé.
Það byggist á þeirri útbreiddu skoðun, að þau ein séu alvöruvísindi, því þar sé
hægt að einangra einstaka þætti fyrirbæris eða ferlis, til að athuga þá sérstak-
lega, og rannsaka með tilraunum. Um þetta hefur m.a. enski heimspekingurinn
Karl Popper fjallað í alþýðlegum bókum (má þar einkum telja Eymd sögu-
hyggjunnar) og leitt að því sterk rök, að þessi aðgreining standist ekki, vísinda-
Iegar aðferðir séu í meginatriðum alltaf hinar sömu gagnvart öllum viðfangs-
efnum, þótt nánari vinnubrögð mótist að sjálfsögðu af hverju þeirra. Hér er
ekki hægt að fara mikið út í þetta, enda nægja væntanlega einstök dæmi til að
lesendur sjái að þetta er ekki eins einfalt mál og almennt hefur verið talið.
Stjörnufræði telst til raunvísinda enda þótt trauðla verði þar beitt tilraunum að
marki, og erfitt að aðgreina einstaka breytilega þætti. Hvað sagnfræði varðar,
þá verður vissulega ekki beitt í henni tilraunum svo sem að láta Hitler vinna
stríðið, eða Jón biskup Arason sigrast á siðbótarmönnum um miðja 16. öld. En
sagnfræðingar hljóta þó að gera slíkar tilraunir í huganum, reyna að átta sig á
því hvað hefði breyst og hvað ekki, hefðu úrslitin orðið önnur. Vissulega verð-
ur ekki rakin löng, ímynduð atburðarás eftir þeim leiðum. En ítalski speking-
urinn Macchiavelli fjallaði um stjórnmálafræði með sögulegum dæmum sem
hann bar saman til að einangra sem best breytilega þætti, sýna áhrif mismun-
andi viðbragða við svipuðum aðstæðum (í Furstanum sem hann reit árið 1513,
og birtist 1987 á íslensku). Og ein hjálpargrein sagnfræði, fornleifafræði, er fyrir
löngu orðin tilraunavísindi. Fornleifafræðingar vinna fæðu og klæði með verk-
færum, hráefnum og aðferðum fornmanna, endurgera á sama hátt mannvirki
þeirra, og komast þannig að raun um hvað til þurfti í mannafla og tíma. Þannig
hafa miklar framfarir orðið í þekkingu manna og skilningi á mannkynssögu.
Vísindasagnfræðingar hafa hrakið þá bábilju að raunvísindin sanni kenningar
og afsanni, en fræðimenn geti í mesta lagi leitt líkur að sínum kenningum eða
gegn þeim. Sjaldnast er um afgerandi sannanir að ræða í raunvísindum, og þá
ekki heldur afsannanir á neinu sem máli skiptir, þótt Popper haldi því fram, og
telji kenningar einmitt vera vísindalegar í þeim mæli sem þær eru hrekjanlegar,
5