Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 19
Adrepur
Nú sé ég þess engin merki í texta sögunnar, að þessi túlkun hvarfli þar að
nokkrum manni, hvorki Olafi digra, sögumanni né öðrum, að innrásin sé fyrst
og fremst dulbúin uppreisn gegn móður, tilraun til að tortíma henni. Spurning-
in er þá hvort slík túlkun eigi ekki samt fullan rétt á sér, til að kanna söguna
innan ramma hugmynda sem nú séu í tísku. Það væri í samræmi við það, að
gömul bókmenntaverk geta nútímalesendur ekki skilið út frá horfnum hug-
myndaheimi, sem ríkti þegar þau voru samin, heldur hlýtur skilningur lesenda
á þeim að mótast að verulegu leyti af þeirra eigin hugmyndaheimi. Þyki túlk-
unin gera mikilvægum þáttum verksins skil í samhengi, og bregða nýju ljósi yf-
ir það, má hún þá ekki þykja fullgóð, út frá hvaða forsendum sem hún gengur?
Því aðeins, sýnist mér, að hún sé þá borin saman við aðrar túlkanir, og sýnt
fram á að hún sé þeim betri. Sé það vanrækt, og látið nægja að tala um túlkun
„sem vel gæti hugsast“ má lesa hvað sem er inn í bókmenntaverkið, þá er ekki
tekist á við það, og þá gefur það lesendum ekkert annað en staðfestingu á
hleypidómum þeirra. Þá er komið út í aðferðir pýramíðaspámanna eða hvaða
hjáfræðings sem er. Það er samkenni allrar hjáfræði að láta sér nægja að setja
fram tilgátur og finna dæmi sem koma heim og saman við þær. En fræðileg af-
staða er að draga tilgátur sínar í efa, reyna að prófa þær, (sjá nánar Þorstein
Gylfason, bls. 253-4).
Bergljót Kristjánsdóttir fer í grundvallaratriðum þannig að í sinni grein um
Gerplu. Hún byrjar hvern þriggja síðustu kafla greinarinnar á ályktun fyrri
fræðimanna um meginatriði sögunnar. Síðan rekur hún ýmislegt í sögunni sem
varðar þetta, og kemst þannig að rökstuddri niðurstöðu sem stangast á við til-
vitnaða túlkun. Að vísu eru þær niðurstöður misvel undirbyggðar. Mér sýnist
alveg órökstutt og út í hött að kalla Sviðinsstaðavígin „ástarjátning alþýðunnar
til skáldsins" (bls. 295), og ófullnægjandi rök fyrir því að Þorgils Arason og
Vermundur tákni andstæður nýríkra og gamalgróinna auðherra í íslensku þjóð-
félagi um miðbik 20. aldar skv. túlkun kommúnista þá (bls. 292). Enda er sú
ályktun studd rangtúlkun þeirri, að kvensemi Vermundar sé „merkileg, konur
hans eru fjárfesting sem til er kostað eftir því hvaða arður fæst af þeim“ (bls.
291). Þetta er bara eins og annars staðar í þjóðfélaginu, að í hjónabandi lögðu
báðir aðilar ámóta mikið fé fram. Fyrir kemur að tilvísun vantar, svo sem fyrir
því, að Olafur helgi og lið hans sé a.n.l. eftirmynd nasista, og að Helga Kress
setti fram kenninguna um að Fóstbræðrasaga sé skopstæling á Islendingasögum
(bls. 286). En í meginatriðum er fræðilega tekið á málinu.
Matthías V. Sæmundsson á í sama tímaritshefti grein sem fellir í eina heild
mikið efni. Hún fjallar um frásagnarlist nútímaskáldsagna, með sérstakri hlið-
sjón af Fljótt, fljótt sagði fuglinn eftir Thor Vilhjálmsson. Það er sú bók Thors
sem mest hefur verið um fjallað áður. En því miður er ekki ljóst hverju Matthí-
as bætir við það. Þetta varpar skugga á annars athyglisverða grein, og sjálfsagt
að ástæðulausu. Matthías nefnir helstu greinar um söguna í heimildaskrá sinni.
En í greininni sjálfri er ekki hægt að sjá hvað er úr þeim ritum, og hvað er frá
9