Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 24
Silja Aðalsteinsdóttir
„Hægt felldi ég heim
minn saman“
Viðtal við Hannes Sigfússon um skáldskap og sannleika
Hannes Sigfússon var einn þeirra forvígismanna nýmæla í ljóðagerð sem
oft eru kallaðir atómskáldin. Hann fæddist í Reykjavík 2. mars 1922 og ólst
upp þar, hlaut litla skólamenntun en var næmur og iðinn við að mennta sig
sjálfur eins og hann segir frá í minningabókum sínum, Flökkulífi (1981) og
Framhaldslífi förumanns (1985). Hann vakti fyrst athygli þegar hann kom
16 ára unglingur fram í útvarpinu og las eftir sig smásögu. A undan las
Helgi Hjörvar bréfið sem Hannes sendi útvarpsráði með sögunni og vakti
það jafnvel meiri athygli. Lengi var þetta það sem fólk mundi Hannes fyrir.
Fyrsta ljóðabók Hannesar og ef til vill sú frægasta var Dymhilvaka
(1949). Þetta er ljóðabálkur í fimm köflum, hástemmdur og málskrúðugur,
merktur eftirlætisstefnum aldarinnar, súrrealisma og expressjónisma, en
vandlega bundinn stuðlum og jafnvel rími. Dymbilvaka sýnir sterkar og
martraðarkenndar myndir af einmana og lífsfirrtum manni sem þráir að ná
kærleiksfullu sambandi við aðra manneskju en berst við dauðabeyg og vof-
ur sem sækja að honum. I lok ljóðabálksins bandar hann ástinni frá sér því
ógnin er orðin allsráðandi og hremmir hana ef hún kemur nær. Dymbil-
vaka er mestöll í hægum, reglulegum takti en dramatísku kaflarnir eru óró-
legir.
Dymbilvaka er ort í Reykjanesvita þar sem Hannes var vitavörður og
vitinn setur svip á bálkinn; þó enn meiri á Imbrudaga (1951). Milli bóka
varð Hannes vitni að hörmulegum mannskaða undan ströndum Reykjaness
og lýsir þeirri reynslu í fimmta hluta Imbrudaga. Orvæntingin gegnsýrir
bálkinn en hún er stilltari þar en í Dymbilvöku, kannski líka einlægari.
Maðurinn er nú gersamlega staðfestulaus í ógnþrungnum heimi, og mar-
traðir hans taka á sig ennþá tætingslegri myndir sem ýmist eiga sér sam-
svörun í viðurstyggilegri upplifun hans á slysinu eða í viðhafnarmikilli úr-
kynjun kapítalismans. Mikil ólga er í ljóðinu en þó eru í upphafi og sums
staðar á milli hægir, straumþungir kaflar.
\
14