Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 26
Tímarit Máls og menningar höfðað til mín. Áður en það gerðist kom Steinn til mín með Ijóð eftir Elu- ard í sænskri þýðingu — ljóðið um eldinn sem sigraði eldinn - og bað mig að þýða það. Ég hafði gaman af því, en það var ekki fyrr en eftir „Fimm mínútna leið frá bænum“ sem ég fór af stað að yrkja sjálfur. Þetta ljóð er í nýju bókinni minni. Mér fannst nauðsynlegt að þýddu ljóðin þar kæmu í bók með mínu höfundarnafni. Þó að nokkur þeirra hafi komið út í bókum þá var það í safni erlendra ljóða sem aðrir gáfu út. Ertu hœttur að þýða Ijóð? Já. Eg man ekki til að ég hafi þýtt neitt ljóð síðan ég lauk við Norræn ljóð 1971. Eg fékkst lítið við þýðingar meðan ég var í Noregi - nema nátt- úrlega Norræn ljóð sem var mikið verk. Þú lýsir í ceviminningunum tilurð fyrstu bóka þinna, Dymbilvöku og lmbrudaga, svo það verður ekki betur gert, en mig langar að spyrja hvort þú gerir ekki of mikið úr pólitískum áhrifum á þœr? Eru bœkurnar ekki persónulegri en þú lætur í veðri vaka? Eg segi um Dymbilvöku ef ég man rétt að ýmislegt hafi brotist í mér þegar ég var að yrkja hana, kalda stríðið og persónuleg vonbrigði, ég segi aldrei að hún sé pólitísk bók. Kalda stríðið hafði mikil áhrif á mig, einkum tilkoma atómvopna og vetnissprengju og tónninn í áróðrinum milli stór- veldanna. Það kemur inn í Dymbilvöku. Eg var til dæmis að hugsa um föðurinn á börunum í Imbrudögum. Þú heldur staðfastlega fram að hann sé tákn kapítalismans en mér datt í hug að hann væri þér nákomnari. Nei, það held ég ekki. Eg var mjög upptekinn af ástandinu í alþjóða- stjórnmálum. Mér dettur ekki í hug að efast um það, en ég hélt að yrkingar drægju fremur efni sitt upp úr sálardjúpunum en utan úr umhverfinu. En um leið og maður hefur ákveðna sannfæringu og ákveðna skoðun á hlutunum þá er þetta orðið hluti af manni sjálfum og mjög eðlilegt að mað- ur yrki út frá þeirri vitund sem maður hefur öðlast um heiminn í kringum sig. Þegar talað er um pólitísk kvæði þykir það niðrandi, þau eiga þá að vera yfirborðskennd og tækifærissinnuð. En ef þetta kemur frá manni sjálf- um sem túlkun á veruleika sem maður lifir í þá eru þetta ekki lengur póli- tísk kvæði að því leyti að þau séu flokksbundin eða eitthvað slíkt. Þau eru nátengd persónu manns. lmbrudógum var tekið af minni áhuga en Dymbilvöku eins og þú segir frá í seinna bindi ævisögunnar. Er hún verri bók en Dymbilvaka? Henni var verr tekið í minn hóp, meðal skáldakollega minna. Bæði Steinn og aðrir töldu að þetta væri lakari bók. Mér fannst það ekki þá og hef aldrei samþykkt það. Dymbilvaka sætti kannski meiri tíðindum. Þá var 16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.