Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 29
„Hxgt felldi ég heim minn saman“ gagn að því að nota hrynjandina til dæmis. Því hrynjandin tjáir ákveðna hluti, hún má vel vera óregluleg en hún verður að vera og ég sakna hennar oft úr nýjum ljóðum, þau verða of grá, einkum þegar orðin bera ekki nógu mikla merkingu hvert fyrir sig og hafa ekki áhrif, þá verða ljóðin oft á tíð- um eins og grá prósaræða. „Því hér er okkar stabur, okkar stund“ Myndmálid er fjölbreytt í Ijóðunum þínum og þú tekur það jöfnum hóndum úr gömlum tíma og nýjum, þú talar um vatnið sem flýgur af hverfisteinin- um og svo talarðu um að þú finnir niðurstóður rafeindaheilans í nöktum lófum. Hvor tíminn er þér nákomnari? Framan af ævi, langt fram yfir miðbik ævinnar, þá horfði ég aldrei aftur, ég horfði alltaf fram. Þetta lýsti sér meðal annars í því að ég las aldrei jgaml- ar, klassískar bækur, ég hef aldrei lesið Islendingasögu í heild sinni. Eg hef lesið brot úr þeim eða hlustað á kafla í útvarpi, en ég hafði mikla fyrirlitn- ingu framan af á gömlum bókum. Þó hafði ég mætur á rússneskum höf- undum frá öldinni sem leið. Eldri ljóðskáld en frá þessari öld las ég ekki. Stephan G. var elsta skáldið sem ég hafði mætur á. Davíð Stefánsson þoldi ég ekki. En þú kynntist gömlum atvinnuháttum í sveitinni. Þaðan hefurðu mynd- málið úr náttúru og sveitabúskap. Já, og ég á góðar endurminningar úr sveitinni. En mér er eiginlegra að sækja myndir í nútímann þó að ég hafi aldrei verið týpískt borgarskáld. Einu borgarljóðin sem ég hef ort, eða ég man eftir í svipinn, eru „Hinir framliðnu", „Fleygir sjóndeildarhringar" - og svo náttúrlega „Borgarnótt- in“ en það er fyrst og fremst ástarkvæði. Það var ort eftir fylliríisnótt enda ligg ég þarna á Arnarhóli! En þegar þú yrkir um bílana og fólkið í borginni í því Ijóði þá tekurðu myndirnar úr frumskóginum! „Þófamjúk rándýr sem læðast með logandi glyrnum í Levísu myrkri - og skógur með kvikum trjám. “ Eg man eftir að Halldór J. Jónsson magister lét þess getið um þetta kvæði í ritdómi um Dymbilvöku að upphafið minnti því miður á „Tígris- dýr“ Williams Blake - „Tiger tiger burning bright in the forest of the night" - en ég hafði aldrei séð það kvæði þá. Hinsvegar vakti fyrir mér að lýsa bifreiðum með ljósum - og reikandi fólki að næturþeli. Líkingarnar eru kannski langsóttar en ljóðið er draumkennt og mér fannst þær eiga heima þar. Lýsingamar á því í ævisögunni þegar þú yrkir Dymbilvöku og Imbru- daga eru dálítið einkennilegar. Hefurðu dulræna hæfileika? 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.