Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 30
Tímarit Máls og menningar
Nei, ég hef aldrei orðið var við það. Ekki í þessum klassíska skilningi að
ég sé forvitri. Þó héldu ýmsir að strandið hefði orðið áður en ég orti
Dymbilvöku af því að þar er eins og forspá um það.
Og þegar þú lýsir því hvernig þú bídur eftir orðunum er stundum eins og
þú sért ekki alveg í þessum heimi.
Þó var biðin ósköp grá og ömurleg oftast. Fyrsti þátturinn í Vetrar-
myndum í Sprekum á eldinn lýsir þessu vel - „Djúpt sefur þú í djúpi
mínu . . .“
Eitt Ijóð í nýju bókinni þinni minnir á þetta líka - „Fyrirburður úr djúp-
inu “. Ég skildi það svo að það væri um skáldskapinn.
Já, það er rétt þó að það sé líka alveg rökrétt lýsing á veiðiferð.
En armurinn vegur lóð efans . . .
Já, maður veit ekki hvort nokkur fiskur bítur á! En það var ekkert erfitt
fyrir mig að yrkja þetta ljóð, þá var ég þegar kominn af stað. Mér hefur
alltaf fundist erfiðast að byrja að yrkja. Það er eins og það þurfi að safnast
fyrir í mér allt mögulegt áður en ég yrki. Þegar fullt er orðið fer ég af stað.
Enda líður mjög langt á milli bóka yfirleitt.
„Úr djúpum þessa úthafs sem nefnist veruleiki“
Þú lýsir þér eins og safnþrró! Og ég sem hélt að þú fengir guðdómlegar vitr-
anir.
En ýmislegt bendir til að ég hafi trú á einhverjum innri manni, einhverju
djúpi, einhverri fortíð eða einhverju sem segir mér til, það kemur víða
fram, til dæmis í Dymbilvöku þegar segir „Oft var sem læsi eg luktum aug-
um þótt ei læsi eg mér að gagni“ eða „véfrétt luktum vörum tjáði mér“. Eg
hef einhverja tilfinningu fyrir því að það sem mér er sagt þegar ég yrki
komi mjög djúpt innra frá mér eða frá einhverri dulvitund sem er ekki bara
mín heldur kannski mannkynsins alls. Hér er ég kominn mjög langt aftur í
tímann eins og þú sérð:
Undir moldum þar sem gneypur gekk
um gólf í stofu skreyttri pardusfeldum
og augu lukt til hálfs af veggjum horfðu
en hamur dauðlegs manns á gólfi lá
Þetta er eitthvað dýpra en eigin vitund - eitthvað sem er á bak við allt. Eg
hef trú á að mannkynið hafi einhverja heildarvitund án þess að gera sér það
ljóst, eitthvað sem brýst í gegn þegar á reynir. Og sigri að lokum. Eg hef
alltaf verið bjartsýnn á það - þó að ég hafi annars verið svartsýnn - að
brjóstvit mannsins sigri. Það er eiginlega það sem ég á við. Þetta brjóstvit
20