Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 38
Tímarit Mdls og menningar mér allar þessar krókaleiðir. Eg dreg hana hingað heim, svo aftur til Nor- egs, fæ hana með mér út í eyju, fæ hana með mér í aðra sveit, og til Oslóar og síðan heim til Islands aftur. Þá vorum við hér í níu ár að vísu en fluttum hingað og þangað. Svo fórum við aftur til Noregs. Skanstu rótum þar? Eg var mjög sáttur við að búa í Noregi og saknaði ekki íslands eða félaga minna þar. Hefði Sunna ekki dáið hefði ég ekki komið heim. Við fluttum til Frederiksstad þegar ég byrjaði á ævisögunni og þar lauk ég við hana. En rætur og rætur, ég festi aldrei rætur í norsku umhverfi að því leyti að ég kynntist nokkru fólki eða rithöfundum. En ég hef alltaf verið einrænn og ekki gefinn fyrir að festa rætur neins staðar. Við fluttum mjög mikið þegar ég var barn og það kann að hafa haft sín áhrif. Þú segir frá því að þú hafir skrifað smásögu um flóttamann og boðið Tómasi Guðmundssyni í Helgafell en hann hafnaði sögunni. Hvað varð um hana, er hún titt Hún er týnd ásamt flestu öðru. Hún var eiginlega greining á eigin sálar- lífi. Það leiðir af sjálfu sér þegar maður flytur svona mikið að maður verður að losa sig við alla pappíra. Bækurnar mínar hafa orðið eftir hingað og þangað. Ég hef alltaf verið þannig að ég brenni öllum uppköstum, ég vil ekki skilja eftir mig nein spor, enda er venjulega ekki mikið á þeim að græða. Venjulega yrki ég þannig að ég breyti kannski einu og einu orði, ekki meira. Þegar ég kemst af stað koma ljóðin eins og þau verða. Ég hef alltaf losað mig við alla lausapappíra, bréf og svoleiðis. Geymi bara bréf Olafs Jóhanns Sigurðssonar. Sumir halda öllu til haga. Elías Mar hafði til dæmis geymt öll bréf frá mér og lagði á sig að vélrita þau öll, nákvæmlega eins og ég hafði skrifað þau, með stafsetningarvillum hvað þá öðru. Vís- indalega unnið. Þetta sendi hann mér til Noregs og það varð líka hvati að því að ég skrifaði seinna bindið af ævisögunni. Þegar ég las bréfin fékk ég til dæmis gleggri mynd af dvölinni í Stokkhólmi sem ég hafði lýst í bréfum til hans. Það er ómetanlegur kafli fyrir aðdáendur Steins Steinars. Sigurður Hafstað sendiráðunautur þekkti Stein nokkuð vel líka og segir að ég sé eini maðurinn sem hafi lýst Steini eins og hann var. Það voru margar hliðar á Steini. „Eg hef orðið viðskila við hönd þína“ Sunna var norsk - hvernig kona var hún ? Hún var merkileg kona, listræn í sér, málaði myndir - ekki margar að vísu - og hafði gaman af að leggja saman tígla á borð. En hún hafði lítinn áhuga á nútímaljóðlist og þótti ég vera of myrkur í máli þegar ég orti. Hún 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.