Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 39
„Hxgt felldi ég beim minn saman“ kunni íslensku en við töluðum ævinlega saman á norsku. Hún var sterkur persónuleiki, alger andstæða mín. Hún hafði skarpar skoðanir á hlutum, var róttæk frá æsku. Hún hafði verið virk í æskulýðshreyfingunni í Saf- angri eftir stríðið og var skóluð pólitískt. Eg var ekki skólaður en skoðanir okkar féllu saman - nema stöku sinnum. Þið áttuð ekki börn saman þótt bæði hefðu eignast barn áður en þið kynntust. Við höfðum ekki áhuga á því. Þegar ég fékk loksins nógu góða vinnu til að standa undir heimili þá var það orðið of seint - við vorum orðin of gömul. Veistu hvað varð um son þinn sem þú segir frá í tevisógunni? Já já, ég heimsótti hann þegar ég var síðast í bænum. Við höfum haft samband síðan ’68, þá frétti ég af því hvar hann væri og leitaði hann uppi. Hann er giftur og á fimmtán ára dóttur. En nú ertu búinn að missa Sunnu eins og þú segir svo fallega frá í nýju Ijóðabókinni - Þér fannst það ekki sentímentalt? Nei, ég reyndi að forðast það. Hún dó í lok febrúar, þá hafði hún verið veik síðan í júlí. Þetta var langvarandi sjúkdómur og seig smám saman á ógæfuhliðina. Hún lamaðist hægt og hægt og læknar stóðu ráðþrota, vissu ekkert hvað gekk að henni. Þeir leit- uðu í blóði og merg en fundu ekkert. Henni voru gefin lyf og það var skipt um blóð í henni, en allt kom fyrir ekki, henni hrakaði stöðugt. Svo um miðjan janúar hresstist hún svo mikið að ég hélt að batinn væri að koma. Einmitt þá átti Jan, sonur hennar, afmæli og ég lét hana hringja til hans. En henni hrakaði fljótlega aftur og loks skildi ég ekki hvað hún sagði. Það var hörmulegt. Þegar hún var dáin fór ég að ásaka sjálfan mig fyrir að hafa ekki verið henni nógu góður og eftirlátur. Ég vissi að henni var farið að leiðast í Sellebak þar sem við bjuggum seinast, fannst hún of einangruð, en ég gat ekki hugsað mér að flytja aftur til Stafangurs. Eg eltist um tvö þrjú ár á þessu tímabili. En það hefur lífgað mig ansi mikið upp hvernig mér hefur verið tekið hérna heima. „Hvar eru fullkomnir menn?“ Það hefur komið þér á óvart því þú talar um framtíðina sem ósnortna eyði- mörk í nýju bókinni, og það er greinilega kvíðablandin eftirvœnting í kvœð- unum sem þú yrkir áður en þú snýrð heim. Hvers vegna vildirðu koma heim ? Osnortin eyðimörk er nú ekki efnilegt umhverfi! En mér fannst svo tómt í kringum mig þarna úti. Eg var í húsi þar sem við Sunna höfðum ver- ið bæði, vanur nánu samlífi og allt í einu orðinn einn. Hvað er ég að gera 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.