Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 40

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 40
Tímarit Máls og menningar hér? hugsaði ég eins og Temjúdín forðum, það er best að koma sér heim, þó ekki sé til annars en að bera beinin. Mig hafði ekki langað heim og það voru liðin tólf ár síðan ég fór heim síðast. Samt hélt Island áfram að vera „heima“. Eg gerði svolitlar tilraunir til að verða norskur, til að mynda skrifaði ég fyrra bindið af ævisögunni á norsku. En forleggjarar þar sögðu eins og eðlilegt var að ég væri óþekktur maður í Noregi, þessa bók ætti að gefa út á íslandi því þar þekkti fólk mig væntanlega. Hefði ég náð fótfestu sem norskur rithöfundur hefði málið horft öðruvísi við. En mér fannst ég aldrei geta þýtt kvæðin mín á norsku, þau urðu dauð fyrir mér þegar ég þýddi þau, öll spenna, öll meining í orðunum hvarf. Það var ónóg að þýða efnið, þau fljóta svo mikið á því sem liggur í málinu, myndmáli og marg- ræðni orðanna. Ég bjó alltaf afskekkt og kynntist ekki norsku bókmennta- fólki. Eiginlega var það bara briddsinn sem kom mér út meðal fólks, en spilafélagarnir urðu ekki nánir vinir. Það var fyrst og fremst Sunna sem gerði Noreg að heimili, hún var mitt lífsakkeri. Framan af sagði ég að hún væri hrygglengjan mín því hún hafði styrkinn til að halda mér uppi sem manneskju. Hún hafði svo sterkar og heilbrigðar skoðanir en ég var bölv- aður flautaþyrill. Hún kunni ekki að meta mig sem skáld og mér sárnaði það að vísu, en að öðru leyti var hún lífsakkerið - eins og sést á því að við áttum saman þrjátíu og sjö og hálft ár. Við vorum samvaxin svo að segja. Hvernig var svo að koma heim - fyrir utan hvað þér var vel tekið pers- ónulega? Mér fannst strax lofa góðu að sjá hve bókmenntum og listum er vel sinnt í fjölmiðlum. Svo eru allir að spyrja mig hvernig mér lítist á Reykjavík, en mér finnst Reykjavík ekkert hafa breyst, það hefur bara teygst úr henni, langt út í eyðimörkina! En ég orti kvæði um heimkomuna fyrir Gunnar Stefánsson í Andvara — það kemur stundum fyrir eins og ég sagði þegar ég er nýbúinn að ljúka við bók. „Austurstræti aldarfjórðungi síðar“ heitir það og lýsir viðbrögðum mínum við að sjá unga fólkið, sumt dálítið skringilega klætt, fylkja sér á þessu gamalkunna sviði minnar eigin æsku. Ég líkti sýn- inni við kvikmynd sem hefur verið klippt og skeytt saman að nýju og úr- klippunni — 25 árum — fleygt. Áhrifin voru dálítið annarleg. A ég að lesa kvæðið fyrir þig? Kvikmyndin greinilega klippt (úrklippu fleygt?) En hvernig á að skeyta gamalt fólk við nýtt, klofið langsum? Og skýra þessa undarlegu sundurgerð í klæðaburði: Hattur í hnakka, húfuskyggni við enni? Blátt sevjot í bak og dulur fyrir? 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.