Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 46
Tímarit Máls og menningar
og kemur sér útúr húsi fyrir að vera fullur og tala hátt og fær móral
og hangir svo einn í glasi uppá herbergi síðustu tvær vikurnar af
þessum þremur. En sex vikur í Hamborg, öll áhöfnin, allir strákarn-
ir saman, og mellurnar innan seilingar.
Eg hafði ekki ætlað nema tvo þrjá túra, svona fram að loðnuver-
tíð, en tilhugsunin um Hamborg hélt mér föstum. Og síðustu vik-
urnar var ekki um neitt annað talað. Asi var einna sigldastur af okk-
ur, hafði margoft komið til Cuxhaven og Bremerhaven og var
stundum spurður álits.
En þarf maður ekki að kunna þýsku Asi, djöfullinn hafi það . . .
Þýsku? Uppá kellingarnar?
Ja, svo ég nefni dæmi . . .
Nú þekki ég þig náttúrlega ekki svo vel, sagði Asi, en ég er ekki
aðallega að elta þessar dömur af því mig vanti einhvern til að kjafta
við.
Svo voru það veðmálin. Enginn ætlaði að drekka úr minni ílátum
en tveggja lítra bjórglösum. Eg þori að veðja! Uppá hvað? Tveggja
lítra bjórkrús!
Og þá var hlegið við störfin um borð . . .
En sauðurinn Magnús? Mér fannst ég þekkja hann best af heimil-
isfólkinu hjá póstmeistaranum í Klakksvík. Þessi tvö skipti sem
Tróndur bauð mér heim og við vorum bara í kaffinu hafði ég ekkert
að segja síðasta klukkutímann í stofunni, þrumdi bara, og þögnin
var heit og molluleg, enda var það svo furðulegt að ég skildi ekki
færeysku og hann ekki íslensku nema þegar við vorum í glasi og
föðmuðumst og sungum og skildum allt og sögðum að við værum
frændur. En á kaffikvöldunum í stofunni tókst mér fyrst að rjúfa
þögnina að gagni útá hlaðinu og spjalla á kórréttri íslensku við sauð-
inn, svartan og feitan á túnblettinum. Rykkti sér til og hallaði undir
flatt en ég sagði Magnús stórvinur minn og Tróndur stóð í dyrunum
og hló með frúnni og sagði Seyðurinn hann er gáur, ha? Og dæturn-
ar komu hlaupandi út með sippuböndin einsog þyrluspaða og fóru
að knúsa vin sinn Magnús í tjóðurbandinu.
Þetta var yndisleg fjölskylda . . .
Eg hélt þetta væri bull úr barnatíma ríkisútvarpsins, allar ham-
ingjusömu fjölskyldurnar og eindrægni og bræðraþel og vinabönd
og svona helvítis kjaftæði, en þarna var það, hjá honum Tróndi í
36