Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 48
Tímarit Máls og menningar
maðurinn var búinn að taka að sér að kynna hann fyrir frúnum í
landi. Tími til kominn að hann yrði að manni. Strax fyrsta kvöldið
átti að fara með hann uppí Herbertsstrasse. Og einhverjir yrðu að
fylgjast með, sjá um að allt yrði skikkanlegt. Það fór varla styggðar-
yrði milli manna. Allt var ísað fyrir siglingu, menn kepptust svo við
að sjóbúa, voru búnir að kveðja alla í landi til langframa því það var
ekki reiknað með að koma til hafnar á milli, bara fylla skipið af
sölulegum fiski og taka svo stefnuna á fyrirheitna landið. Við vorum
að loka síðustu lestarlúgunum, hækka veðmálin, og reiknuðum með
að snúa rassinum í landið, sem var þarna kalt og stórt innan seiling-
ar, og setja á fullt.
Suður um höfin, að sólgylltri strönd . . .
Kva, erum við að fara inn til Reykjavíkur?
Já-
Er hætt við siglinguna?
Nei. (Stýrimaðurinn var ekki málgefinn).
En hvað?
Skipta um áhöfn. Allir undirmenn í land.
Það er farið með mann einsog skepnu . . . Ekki það að ég hafi
ekki vitað það fyrr. En þetta var hámark niðurlægingarinnar. Hjá
þessum fíflum. Það ætti að skera alla þjóðina á háls. Ég slóst við
dyravörð, hótaði að kaupa allt pleisið á öðrum stað seinna um
kvöldið, átti nóg af peningum. Svo steinninn. Mér var alveg sama
um það. Því ég er farinn! Sama hvert. Ut á Flugfélag bílstjóri!
Nú? Á að fara langt?
Burt af þessu skítalandi. Kem allllldrei aftur.
Mikið skil ég þig. Hafði keyrt mig áður. Ágætiskall. Eg á son í
Boltimúr. Við spyrjum hvort hann ætli ekki að fara að koma heim,
búinn að vera í tíu tólf ár. Heim, segir hann. Eg hef ekkert þangað
að gera.
Boltimúr? Er það ekki í Ameríku? Þú getur farið til hans, sagði ég
og hann klóraði sér ergilegur í kollinum og virtist ætla að fara að
segja eitthvað sem hann hætti svo við, en mér var sama því það var
að renna upp fyrir mér í timburmönnunum þarna í aftursætinu að
ég þekkti engan í útlöndum. Ekki nokkursstaðar. Ekki eina hræðu í
öllu sólkerfinu. Rataði ekkert. Gat sama og ekkert talað við þessa
vitleysinga. Það er ekkert grín að gerast útlagi uppá svoleiðis lagað.
38