Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 49
Flýja land
Ég stóð eiginlega yfir sprungu sem var að gliðna, var að fullu farinn
frá þessu skítalandi en vissi ekki hvert. Atti hvergi erindi eða inn-
hlaup . . .
Tróndur! Póstmeistarinn í Klakksvík! Sá yrði glaður að sjá mig!
Eftir sjö ár!
Islenska lýðveldið þurfti að margsparka í raskatið á mér á leiðinni
út. Fékk ekki inni á hóteli þessar tvær nætur sem ég beið eftir næsta
flugi. Voða stapp og hótanir í banka útaf gjaldeyri. Og meira að
segja í vélinni á leiðinni út, gat þar keypt vodka í hálfslítra plast-
flöskum, en mátti svo ekki drekka það. Bannað að opna þetta um
borð, sagði flugfreyjan.
Um borð? Erum við á skipi. Ha.
Snerist á hæli, voða fornemmuð. Eg keypti sex svona kúta. Þú
mátt ekki fara með þetta allt inní landið, sagði Freyjan. Nú, spurði
ég, ætlar þú að stjórna því. Ræður þú öllu. Ég þekki Færeyinga. Þeir
eru ekki einsog íslendingapakkið. Hún yppti öxlum aftur, með
svipnum það þýðir ekkert að tala við svona dóna. Réttast væri að
siga á þá lögreglunni. En ég rótaði kútunum í plastpoka og trítlaði
með þá gegnum tollinn einsog ekkert væri. Asamt vindlum handa
Tróndi og risa karamellupoka handa dætrunum. Sippandi og hopp-
andi. Með tíkarspenana. Þær eru svo mikið fyrir karamellur, svona
stelpur. Blessuð börnin. Ég komst við.
Voða rútustand, um borð í ferjur og svo aftur í rútur. Það var
ekkert sagt þótt ég skrúfaði tappann af þarna í rútunni og færi svona
pínulítið að súnna mig, bauð náunganum við hliðina á mér sem
þáði, og þar var ég eiginlega strax kominn með kunningja. Fór að
hrósa í hástert við hann ferjunum, sem væru miklu flottari en Akra-
borgin, og vegakerfinu og jarðgöngunum, en hann skildi ekki baun í
íslensku og svaraði bara með einhverju korri þartil var farið að síga í
mig og ég hrópaði á aðstoð fólks bæði fyrir framan og aftan, hvers-
lags nefapi þessi maður væri, og þá var mér sagt hann væri danskur.
Djöfullinn danskur! sagði ég. Haha -
Loks komst ég alla leið til Klakksvíkur. Hálfslappur orðinn þá,
maður minn. Æjæ. Flökurleiki og hryllingur. Hefði ælt á bryggj-
unni ef ég hefði ekki haft vit á að stinga í mig hálfum plastbrúsa . . .
Hvaða asnar eru þetta að selja vodka í plastbrúsum? Er þetta ein-
hver æslander stíll? Jæja, maður fremur þá ekki harakíri þótt maður
39