Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 51
Flýja land
maður, Sant Pálí og fínheit, þá fííúdd, skeyti strákar, skipta um
áhöfn. Eg var búinn að vera í tæpa tíu mánuði, útaf þessu Hamborg-
argeimi. Skipta um áhöfn strákar! Svo trítlaði maður í land einsog
auli, allir með pokana, en þá var þetta að koma um borð, með ferða-
töskur og kósí. Nýja áhöfnin. Borgarfulltrúar og kósí. Hásetar. Frú-
in annar kokkur. Voða sniðugt. En ég. ÉG ER FARINN!!!
Farinn. Hvað er þetta maður, hvert ertu að fara.
Nú? Hingað.
Þá ferðu ekki langt. (Sjússar sig. En það var nú mest til að sýnast).
En hérna á ég vin. Hérna í Klakksvík. Hann er póstmeistari.
Póstmeistari?
Jájá, fer með póstinn.
Þessi á hjólinu?
Svona skellinöðru, já. Þekkirðu hann. Tróndur, frábær kall. Stór-
vinur minn.
Ja, ef það er hann. Kannast við dóttur hans.
Sjáðu maður, ég kom með þetta handa henni. Og hinni litlu,
nammi. Stór poki.
Þetta er heill sementspoki maður. Er þetta handa stelpunum? Ég
held þær séu alltaf í megrun.
Þú ert fífl. Svona krakkar hafa ekki vit á því. Og vindlar handa
kallinum. Viltu vindil?
Á þetta ekki að vera handa kallinum? Viltu þá vera að opna það.
Það var eitt sem mér fannst dáldið brjálað. Það var þegar þeir
leiddu Magnús til slátrunar.
Hvað ertu að tala um?
Hjá Tróndi. Þau teymdu hann inn í vaskahúsið, og fííúdd!
Ha?
Fííúdd bara. Hnífurinn yfir barkann. Svo var hann fleginn og rist-
ur, ennþá volgur. Hausnum skutlað í salt. Sungið og trallað. Kakó
handa börnunum. Tróndur bauð færeyjabjór, blóðugur uppí mitti.
Ég held þú ættir að fara að halla þér Hrollur.
Þolirðu ekki að heyra þetta? Svona, drekktu. Heldurðu ekki að
mér verði boðið að vera. Þú þekkir Færeyinga.
Ekki sooo . . .
Ef ég kem með vindla, og allar karamellurnar. Ég er aðeins í glasi
núna, en verð góður á morgun. Þá kem ég með vindla og nammi. Ha?
41