Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar
- Hvers vegna dæsirðu svona vinur, spurði túnfífillinn.
- Eg dæsi svona vegna þess að ég er að hugsa um alla þá mæðu
sem í mannheimum er, laug járnsmiðurinn, og ég sem hélt að æfi-
starf mitt yrði að reyna að reikna út stærðina á Rauðavatni. En al-
heimurinn er sennilega miklu miklu stærri. Og svo var ég líka að
mása svona og blása vegna þess að ég er svo þreyttur í í litlu fótun-
um mínum sex.
- Já, ekki veit ég neitt um það, sagði fífillinn. - Eg er rótfastur og
get ekkert farið nema ég sé tíndur og settur í blómavasa, en þú hefur
hins vegar sex fætur til að ferðast á.
- Ekki skaltu öfunda mig af fótunum, æi-nei, sagði járnsmiður-
inn, en ég er nú hræddur um að ég þætti helst til smár hjá mönnun-
um. Járnsmiðurinn var fróðari um margt eftir að hafa lesið blaðið.
- Æ, ég hef engan áhuga á að fara í mannheima, sagði fífillinn, ég
er ánægður þar sem ég er, hér drekk ég regnvatn úr jörðu og halla
höfði eftir sólu og stundum setjast á mig hunangsflugur og segja mér
tíðindi.
- Mig langar til mannheima, sagði járnsmiðurinn hugsi. Og þá
mundi ég segja eitt og annað velvalið við mennina.
- Það getur orðið ef þú vilt, sagði túnfífillinn, mjólkin mín er
töframjólk og ég ætla að biðja þig að drekka dálítið af henni, og þá
geturðu orðið sá sem þú óskar þér, en hverjum viltu helst líkjast í
mannheimum?
- Ja, nú eru nýafstaðnar forsetakosningar á Islandi, sagði járn-
smiðurinn. Einn þeirra sem eitt sinn gegndi þessu embætti var góður
og göfugur maður og hét Jón Sigurðsson. Honum mundi ég einna
helst vilja líkjast.
- Jæja, sagði fífillinn, þegar ég hneigi höfuð mitt drýpur dropi af
mjallahvítum vökva út af krónublöðunum, þetta heitir fíflamjólk og
hana skaltu drekka, þá mun ósk þín uppfyllast. En mundu að ekki
dugir að koma hingað á hausti og óska sér. Þegar ég breytist í biðu-
kollu missi ég heyrnina.
Túnfífillinn hneigði sitt gula höfuð og dropinn draup fram úr
krónunni svo sem hann hafði lofað, járnsmiðurinn stóð beint undir
og drakk og samstundis stóð Jón Sigurðsson forseti á reiðgötunni
við Rauðavatn í bláum skósíðum lafafrakka, fyrst varð hann högg-
dofa, svo æddi hann um í hringi. Þar næst stóð hann grafkyrr og
58