Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 78
Tímarit Máls og menningar
Arrege harrige
Serege sirige
Ripeti pipeti
Knoll.
„Þetta er hrjúft,“ sagði hann, og notaði þarna fremur milt lýsingar-
orð. „Hvaða tungumál er þetta?“
„í æsku átti ég heima nærri Heilbronn. Ekki allfjarri Stuttgart."
„Stuttgart, eftir stríð?“
„Rétt eftir stríð.“
„Ertu söngvari? Ertu hljóðfæraleikari?“
„Eg er sellóleikari.“
Eg leiðrétti mig: „Eg er alltént sellóleikari í borgaralegu lífi.“ Eg
leiðrétti mig enn: „Eg var sellóleikari.“
Hann stóð á fætur. „Jæja!“ sagði hann, „við verðum að halda upp
á þetta. Eg ætla að bjóða þér upp á sælgæti." Hann stakk hendinni í
vasann og dró í þriðja sinn upp handfylli af sælgæti. „Nei,“ sagði ég
kröftuglega. „Eg er barn,“ sagði hann eins og til að sannfæra sjálfan
sig um það. „Eg stundaði nám við Charteskólann: ég er annars
heimilda- og handritasérfræðingur og vann að lokaritgerð minni í
skjalageymslum í Beaune og Epervans, en sælgætið á hug minn all-
an.“ Umbúðirnar utan af sælgætinu ollu umtalsverðum hávaða -
einkum pappírinn utan af hinum hollensku Hopjes. Sælgæti er
nokkuð sem ég hef yfir höfuð aldrei lyst á og það stafar eflaust af
þessu ógeðfellda skrjáfi. Eg reyndi aftur að útskýra fyrir honum að
ég hefði ómögulega lyst á sælgæti svona rétt eftir að jaxl hefði verið
dreginn úr mér og ég með munninn allan í mauki. „Svona til að hafa
í nesti!“ sagði hann. Loks fékk ég mér hollenskan Hopjes, og stakk
honum djúpt ofan í vasann.
„Jæja þá, hlustaðu nú,“ sagði hann. „Eg ætla að syngja fyrir þig
talsvert áheyrilegra lag en það sem þú söngst. Eg ætla að syngja fyrir
þig fallegasta lag á jarðríki!“:
Við lindina í Barbidaine
í dalverpinu Barboton . .
Rödd hans var ákaflega fögur, mun fegurri en sú sem örlögin
höfðu áskapað mér. Hann þagnaði loks. Hann virtist djúpt snortinn.
68