Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 82
Tímarit Máls og menningar
mér finnast bera keim af skrifum Prousts. Karl leitar liðinnar tíðar með því
að skrifa sjálfsævisögu sína, ekki satt?
P.Q.: Jú, en öfugt við sögumann Prousts finnur Karl ekkert, hann nær
ekki að handsama neitt. Sannleikurinn smýgur úr greip hans. Þetta er að-
eins goðsögn um líf, tilbúningur einn.
F.R.: Barokklistin og list 17. aldarinnar virðist vera þér einkar hjartfólg-
in. Hver er ástæðan fyrir því?
P.Q.: Eg hef sérstakan áhuga á því sem var að gerast í upphafi 17du ald-
arinnar. Þróunin í málaralist, tónlist og bókmenntum var merkileg á þessu
tímabili og menn fóru að spyrja byltingarkenndra spurninga. Hvernig er
hægt að tjá ástríður á nýjan hátt? Hvernig getum við slegið töfrum á það
sem veldur okkur þjáningum? Ég er ákaflega hrifinn af tónlistinni frá þessu
tímabili og leik hana reglulega með vinum mínum eins og áður sagði. Hin
dularfullu, innhverfu málverk eftir de La Tour og Caravaggio eru snilldar-
verk. Og bókmenntir þessa tíma eru feykilega auðugar. Lífsviðhorf þessara
listamanna fellur mér vel í geð því að þeir eru búnir að sjá í gegnum blekk-
ingu stjórnmálanna og þjóðfélagsins. Þeir láta sér því nægja að hafa ofan af
fyrir fólki með list sinni og vonast til að geta þannig afvegaleitt hugsun þess
um dauðann, svona stund og stund.
F.R.: I Wurtembergsalnnm er tónlistin undir, yfir og allt um kring í sög-
unni, en finnst þér hugtakið tónræn skáldsaga hæfa henni?
P.Q.: Nei, ég er síður en svo hrifinn af þessu hugtaki. Ef til vill sökum
þess hvað ég er mikill tónlistarunnandi. Raunar er þörf mín fyrir tónlist
framar öðru sprottin af því að innra með mér, eins og okkur öllum, suða
sífellt raddir sem herja á hugsunina. Tónlistin er andstæða þessa. Hún virk-
ar eins og vítissódi á þessar innri raddir. Tónlistin tæmir algerlega, hreinsar
hugann. Og í stað þess að hrærast í hávaða, í fuglasöng, í skrjáfi laufsins
kýs ég að dveljast í tónlistinni. Tónlistin er mál sem er handan tungu-
málsins, andhverfa tungumálsins. Skáldsagan getur reynt að ná áhrifum
tónlistarinnar, en þar sem hún gerir það með orðum, með söguþræði, getur
sagan aldrei orðið tónlist. Skáldsagan má ekki látast vera tónlist. Það er
grundvallarmunur á tungumálinu, þar sem langt er á milli orðsins og til-
finningarinnar, og tónlistinni, þar sem leitast er við að láta tón og hughrif
renna saman í eitt.
F.R.: Mér finnst þú engu að síður skrifa taktfast og tónrænt mál.
P.Q.: Það má vera, en saga er ekki söngur. Hver bók er viðleitni til að
lifa í þögn, til að varðveita minningu um lífshljóm. Eins og eitthvað sem
hverfur á braut og kemur til baka á ný til að vera. Ef lesandinn öðlast daufa
tónræna tilfinningu við lestur bóka minna er ég ánægður. Tónlistin, eink-
72