Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 86
Tímarit Máls og menningar
Fröken Aubier er ef til vill líka ímynd eins af þeim draumum sem ég el með
mér sem rithöfundur. Það er að tilheyra ekki einungis samtíð minni, heldur
vera einnig hlaðinn fortíð.
F.R.: Talsmáti konunnar er stórskemmtilegur!
P.Q.: Málfar kvenna sem lengi hafa dvalist einsamlar í þögninni er oft
ansi sérstakt. Þær fara smátt og smátt að muldra við sjálfar sig, nota sjald-
gæf orð og orðatiltæki sem flestir samtímamenn þeirra eru búnir að
gleyma. Konur sem þessar hafa verið til á öllum tímum í öllum þjóðfélög-
um og það er sama hvaða tungumál þær tala, málfar þeirra er ætíð einstakt.
F.R.: Víkjum nánar að stílnum hjá þér. Þú skrifar afar nákvæmt og fágað
mál og mér finnst sérstaklega athyglisvert hvernig þú læðir öflugum mynd-
um inn í fremur hversdagslegar lýsingar. Tökum dæmi. Karl fær fréttir af
því að vinur hans sé látinn, og í þeim setningum sem hér koma á eftir er
sögumaður að reyna að rifja upp þá sársaukafullu stund er hann gekk inn í
hús látins vinar síns. „Þegar ég gekk inn í hús hans, var birtu farið að
bregða. I minningunni er stigauppgangan niðadimm. Líkt og háls á manni.
Líklega hef ég ekki kveikt ljósið yfir uppgöngunni.“ Mér finnst ansi sterkt
þarna að líkja stigauppgöngunni við háls.
P.Q.: Ég er ekki hrifinn af langsóttum líkingum. I þessum kafla er sögu-
maður í ákaflega mikilli geðshræringu vegna andláts vinar síns sem hann
unni ofar öllu. Hann er fullur örvæntingar, skraufþurr í hálsinum og á erf-
itt með að kyngja. Þegar okkur líður illa eigum við erfitt með að kyngja.
Hálsinn á okkur verður dimmur hringstigi sem við komumst ekki upp og
föllum því niður um stigaopið. Ég reyni að nota „einsogið“ eins lítið og ég
get, heldur læði myndum inní textann. Það er allt og sumt. Annars ættir þú
að kannast við þessa tækni, því hún er oft notuð í Islendingasögunum.
Öndvert við skáldskaparmálið, sem er auðugt af líkingum og myndhverf-
ingum hverskonar, er lítið um það í Islendingasögunum. Mannlýsingar eru
knappar en myndrænar og lítið notast við myndhverfingar. I þessu felst
kraftur Islendingasagnanna. Hjá mér er þetta líka aðferð til að vera ekki of
bókmenntalegur og um leið tilraun til að dæla aftur krafti í myndmálið.
F.R.: Kaflinn sem ég vitnaði í er fremur sorglegur, en skáldsagan er líka
full af gríni og glettni. Sumir kaflarnir eru bráðfyndnir og þú vísar oft í
þekktar gamanpersónur, t.d. Munchhausen barón. Það fyrsta sem Karl las í
æsku voru ævintýri Munchhausens, þessar ógleymanlegu ýkjusögur.
P.Q.: Já, og ég hef alltaf haldið mikið uppá Múnchhausen! Att með hon-
um margar skemmtilegar stundir. En þarna liggur meira að baki, því hann
er sjálf ímynd mannsins með mikilmennskubrjálæðið, mannsins sem er líkt
og klemmdur milli raunveruleikans og lyginnar. Að ljá lífi sínu merkingu,
76