Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 87
Minning um lífshljóm
fella í form allt það sem maður hefur skynjað, það er mikilmennskubrjál-
æði sem gæti hæft Miinchhausen!
F.R.: Einu sinni í skáldsögunni er Karl líkt við Chaplin, því hann er kall-
aður Charlot (gæluyrði Frakka á Chaplin. Innsk. F.R.)!
P.Q.: Rétt er það. Eg held nú samt meira upp á Buster Keaton.
F.R.: Karl er í rauninni tvískiptur menningarlega, því hann er hálfur
Frakki og hálfur Þjóðverji og býr ýmist í Frakklandi eða Þýskalandi. Hver
er listrænn ávinningur af því að búa til persónu sem togast milli tveggja
menningarsvæða?
P.Q.: Landamærin milli Frakklands og Þýskalands eru í hans lífi um leið
landamærin milli föður hans og móður. Það er fremur hversdagslegt að
fólk sé klofið í afstöðu sinni til föður og móður. Karl varð hins vegar
hljóðfæraleikari til að brúa bilið milli tveggja tungumála. Þetta er eitt af
þeim atriðum bókarinnar sem eru sjálfsævisöguleg. Þegar ég var barn,
hrærðist ég líka í þessum tveimur tungumálum, frönskunni og þýskunni.
Það var afar erfitt fyrir mig að heyra tungumál sem ég skildi ekki að fullu.
Hvað þýddi það að maður skildi ekki hvað sagt var? Að það væru til leyni-
mál? Það er afar niðurlægjandi fyrir barn að vera þannig á báðum áttum.
Við slíkar aðstæður getur barnið annað hvort dregið sig inn í þögn, dregið
sig algerlega í hlé vegna þess að það skilur ekki leikinn. Eða þá að það
reynir að finna sér tungumál sem brúar bilið milli föður og móður. Fg varð
að finna ástæðu fyrir því að Karl gerðist hljóðfæraleikari. Hann varð það
vegna þess að tónlistin var málið sem brúaði bilið milli tveggja ólíkra
tungumála sem ekki voru samhljóma.
F.R.: Hvernig stenst það ef við höldum okkur við það sem þú sagðir áð-
an, að tónlistin væri andhverfa tungumálsins?
P.Q.: Það er einmitt það sem gerist. Hann krefst of mikils af tónlistinni.
Enn komum við að mikilmennskubrjálæði Munchhausens. Sama máli
gegnir um það að skrifa skáldsögu. Hvers vegna fær sumt fólk þá flugu í
höfuðið að það geti náð valdi á tungumálinu? Hvers vegna ætti nokkur
maður að reyna það? Það er afar hæpið að setja sér slík markmið, því tung-
an er ekki það merkilegasta hér á jörð, heldur jörðin sjálf, tilfinningarnar,
hughrifin. En fólk reynir að ná valdi yfir tungunni því það hefur þörf fyrir
að nema land innan hennar sem slíkrar, leita sér trausts í tungunni. Og því
miður finnur það land þetta aðeins í tungunni sjálfri, í sjálfum orðunum
sem ekki er hægt að höndla. Þetta snertir þau sem fást við það að skrifa, en
ekki eingöngu þau.
F.R.: Víkjum aftur að Tónlistartímanum þar sem þú skrifar ansi
skemmtilegar hugleiðingar um mannsröddina.
77