Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 91
Minning um lífshljóm
6) Cao Xuaquin (frb. Tsá Sjötsin) (?—1762). Frægasti skáldsagnahöfundur Kínverja.
Hong-Lou-Meng (Draumur á rauða óðalinu, frb. Hún-Ló-Möng) er hans eina
þekkta verk, og þykir klassískt meðal Kínverja.
7) Kenko (skáldanafn Yoshida Kaneyohi), japanskt ljóðskáld (1283-1350).
8) La Tour (Georges de), franskur málari (1593-1652). Einn af meisturum franskrar
málaralistar.
9) Caravaggio, ítalskur málari (1573-1610) Einn af meisturum ítalskrar málaralistar.
10) Flaubert (Gustave), franskur rithöfundur (1821-1880). Höfundur Madame
Bovary, Education sentimentale, Salammbö, Bouvard et Pécuchet og fleiri verka
sem gera hann að einum af feðrum tuttugustu aldar skáldsögunnar.
11) Hómer, grískt skáld. Höfundur Illionskviðu og Odysseifskviðu.
12) Marais (Marin), franskt tónskáld (1656-1728). Hann var faliinn í hálfgerða
gleymsku þar til fyrir nokkrum árum, að farið var að spila verk hans æ meir. Eitt af
verkum hans, Les folies d’Espagne, var leikið hér á Islandi á hausti sem leið.
TMM VI
81
L