Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 99
Litleysid „Nei!“ mótmælti hún, en leit á þá; fjarri geislum sólarinnar voru þeir mattir eins og hinir steinarnir; og þá fyrst sagði hún: „Fallegt!“ Nótt skall á, sú fyrsta sem ég eyddi ekki í faðmlögum við stein, og þess vegna virtist hún mér kannski svo grimmdarlega stutt. Ljós- ið hótaði að þurrka Ayl út á hverri stundu, að draga tilveru hennar í efa, en myrkrið fullvissaði mig um að hún væri þarna. Dagur reis á ný og litaði Jörðina gráa; og ég skimaði um og sá hana ekki. Eg hrópaði mállaus: „Ayl! Af hverju hefurðu hlaupist á brott?“ En hún var fyrir framan mig og var að leita að mér líka; hún sá mig ekki og kallaði þögult: „Qfwfq! Hvar ertu?“ Loks myrkvað- ist sjónin, og þegar við rýndum í þykka birtuna þekktum við aftur útlínur augnabrúna, olnboga, mjaðma. Nú langaði mig að hella gjöfum yfir Ayl, en mér fannst ekkert sæma henni. Eg leitaði að öllu sem á einhvern hátt skar sig frá einlitu yfirborði veraldarinnar, öllu sem var markað doppu, bletti. En ég neyddist fljótt til að horfast í augu við að ég og Ayl höfðum ólíkan smekk, ef ekki gjörsamlega andstæðan: ég leitaði að nýjum heimi, handan fölrar skímunnar sem gleypti allt, ég rannsakaði hvert einasta teikn, hverja rifu (ef satt skal segja var eitthvað byrjað að breytast: á vissum stöðum var eins og litleysið væri fleygað margvíslegum glömp- um); á hinn bóginn var Ayl hamingjusamur íbúi í kyrrðinni sem ríkir þar sem öll bylgjuhreyfing er útilokuð; í hennar augum var allt sem virtist líklegt til að brjóta upp hið algjöra sjónræna hlutleysi eins og gróf feilnóta; fyrir henni voru hlutirnir fyrst fallegir þegar gráminn hafði sneytt þá minnstu löngun til annars en að vera gráir. Hvernig gátum við skilið hvort annað? Ekkert í heiminum sem við lifðum í gat tjáð tilfinningarnar sem við bárum hvort til annars, en meðan ég var sem óður að kreista áður óþekkt tilbrigði fram í hlutunum, vildi hún þurrka allt út í litleysi sem náði út fyrir mögu- leika efnisins. Loftsteinn fór um himininn, halann bar við Sólu; fljótandi og log- andi hjúpurinn virkaði augnablik eins og sía á sólargeislana, og allt í einu var veröldin böðuð birtu sem aldrei hafði sést áður. Purpura- litar gjár göptu við rætur appelsínugulra bjarga, og fjólubláar hendur mínar bentu á logandi grænan loftsteininn á meðan hugsun sem ég átti engin orð yfir ennþá reyndi að brjótast úr hálsi mínum: 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.