Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 103
Litleysið litum, en ég gat ekki séð hana fyrir mér; og svo, í leit minni að henni, kannaði ég yfirborð hnattarins. „Ef hún er ekki hérna uppi,“ hugsaði ég, „hlýtur hún að vera þarna niðri,“ og við fyrsta jarðskjálfta fleygði ég mér ofan í sprungu, niður niður í iður Jarðarinnar. „Ayl! Ayl!“ hrópaði ég í myrkrinu. „Ayl, komdu og sjáðu hvað það er fallegt fyrir utan!“ Eg varð hás, og þagnaði. Og á því augnabliki svaraði Ayl mér, mjúkri, rólegri röddu. „Usss. Eg er hér. Af hverju ertu að þessum hrópum? Hvað viltu?“ Eg sá ekki handa minna skil. „Ayl! Komdu út með mér. Ef þú að- eins vissir . . . Fyrir utan . . .“ „Eg kann ekki við mig fyrir utan . . .“ „En þú, einu sinni . . .“ „Einu sinni var einu sinni. Það er breytt. Oll þessi ringulreið er komin.“ Eg laug. „Nei, nei. Þetta var bara tímabundin breyting á ljósi. Eins og þegar loftsteinninn fór hjá. Þetta er liðið. Allt er eins og það var áður. Komdu, ekki vera hrædd . . .“ Ef hún kemur út, hugsaði ég, venst hún litunum eftir fyrsta fátið, hún verður ánægð, og skilur að ég laug af því það var henni fyrir bestu. „I alvöru?“ „Af hverju ætti ég að skrökva að þér? Komdu, leyfðu mér að fara með þig út fyrir.“ „Nei, farðu á undan. Eg kem á eftir þér.“ „En ég er orðinn óþolinmóður að sjá þig aftur.“ „Þú færð aðeins að sjá mig eins og ég vil. Farðu á undan og ekki snúa þér við.“ Jarðhræringarnar ruddu okkur braut. Jarðlögin opnuðust eins og blævængir og við stigum gegnum glufurnar. Eg heyrði létt fótatak Ayl fyrir aftan mig. Einn skjálfti til og við værum úti. Eg stökk upp tröppur úr basalti og graníti sem flettust undir mér eins og blaðsíður í bók: við endann var skarðið sem opnaði okkur leiðina út tekið að víkka, yfirborð Jarðarinnar tók að birtast handan þess, sólríkt og grænt, og ljósið var þegar tekið að þrýsta sér inn til okkar. Svona: nú sæi ég litina einnig birtast á andliti Ayl . . . og ég sneri mér við til að sjá hana. 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.