Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 103
Litleysið
litum, en ég gat ekki séð hana fyrir mér; og svo, í leit minni að
henni, kannaði ég yfirborð hnattarins.
„Ef hún er ekki hérna uppi,“ hugsaði ég, „hlýtur hún að vera
þarna niðri,“ og við fyrsta jarðskjálfta fleygði ég mér ofan í sprungu,
niður niður í iður Jarðarinnar.
„Ayl! Ayl!“ hrópaði ég í myrkrinu. „Ayl, komdu og sjáðu hvað
það er fallegt fyrir utan!“
Eg varð hás, og þagnaði. Og á því augnabliki svaraði Ayl mér,
mjúkri, rólegri röddu. „Usss. Eg er hér. Af hverju ertu að þessum
hrópum? Hvað viltu?“
Eg sá ekki handa minna skil. „Ayl! Komdu út með mér. Ef þú að-
eins vissir . . . Fyrir utan . . .“
„Eg kann ekki við mig fyrir utan . . .“
„En þú, einu sinni . . .“
„Einu sinni var einu sinni. Það er breytt. Oll þessi ringulreið er
komin.“
Eg laug. „Nei, nei. Þetta var bara tímabundin breyting á ljósi.
Eins og þegar loftsteinninn fór hjá. Þetta er liðið. Allt er eins og það
var áður. Komdu, ekki vera hrædd . . .“ Ef hún kemur út, hugsaði
ég, venst hún litunum eftir fyrsta fátið, hún verður ánægð, og skilur
að ég laug af því það var henni fyrir bestu.
„I alvöru?“
„Af hverju ætti ég að skrökva að þér? Komdu, leyfðu mér að fara
með þig út fyrir.“
„Nei, farðu á undan. Eg kem á eftir þér.“
„En ég er orðinn óþolinmóður að sjá þig aftur.“
„Þú færð aðeins að sjá mig eins og ég vil. Farðu á undan og ekki
snúa þér við.“
Jarðhræringarnar ruddu okkur braut. Jarðlögin opnuðust eins og
blævængir og við stigum gegnum glufurnar. Eg heyrði létt fótatak
Ayl fyrir aftan mig. Einn skjálfti til og við værum úti. Eg stökk upp
tröppur úr basalti og graníti sem flettust undir mér eins og blaðsíður
í bók: við endann var skarðið sem opnaði okkur leiðina út tekið að
víkka, yfirborð Jarðarinnar tók að birtast handan þess, sólríkt og
grænt, og ljósið var þegar tekið að þrýsta sér inn til okkar. Svona:
nú sæi ég litina einnig birtast á andliti Ayl . . . og ég sneri mér við til
að sjá hana.
93