Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 114
Tímarit Máls og menningar
höggvið á hnútinn eða slitið hann sundur. En þessar ímynduðu ver-
ur nálguðust hana ekki heldur stóðu kyrrar á bakkanum, hreyfing-
arlausar með sínu blekkjandi látbragði.
Skyndilega bárust að eyrum þeirra mennskar raddir gegnum
vatnsniðinn, það voru raunverulegar raddir, hróp og köll í háværu
fólki. Þau heyrðu það bæði tvö og það kveikti með þeim nýja von.
Þau héldu að fólkið gæti einnig heyrt til þeirra og beittu hinstu
kröftum sínum, reyndu hvort um sig að styðjast við hitt og lyfta sér
upp úr vatnsflaumnum. Þau hrópuðu hásum rómi af því að vera sí-
fellt að verjast köfnun, hósta stöðugt út úr sér vatninu og soga í sig
loftið þegar þeim skaut upp. En þeim tókst aðeins að reka upp ves-
ældarlega skræki sem yfirgnæfðu engan veginn árniðinn. Loks
greindu þau hóp af mönnum sem gekk eftir árbakkanum. Það voru
bændur á leið til vinnu sinnar eða ef til vill sölumenn sem stefndu á
einhverja dýrlingahátíð. Þeim fannst eins og þeir staðnæmdust við
fljótið og væru að gefa þeim bendingar en svo heyrðu þau hlátra í
bland við raddirnar; greinilega og án minnsta vafa heyrðu þau að
þeir hlógu. Þau æptu til þeirra, eða héldu sig æpa hærra en þeir án
þess að skilja að óp þeirra náðu ekki eyrum þeirra sem voru þó svo
nálægir. Svo fjarri var hugur þeirra orðinn gangi heimsins að þau
töldu víst að þeir væru að hlæja að kvalræði þeirra.
Vatnið bar þau stöðugt lengra og ferðamennirnir urðu eftir á
bakkanum, óskiljanlega kyrrstæðir. Þessir menn sem með hrópum
sínum og látbragði virtust vera að svara þeim stóðu þarna áfram al-
gerlega utangátta við það sem gerðist beint fyrir framan augu þeirra.
Þeir heyrðu hvorki ópin né skynjuðu augnaráðin sem lýstu svo
ákafri von vegna nærveru þeirra.
Og þar sem þau byltust í vatnsflaumnum eins og þyngdarlausir
bögglar og krömdust á grjótinu sem stóð upp úr vatninu hér og hvar
þraut að lokum síðasta mótstöðuafl þeirra. Eins og ólögulegur hlut-
ur slengdust þau af einum steini á annan, annaðhvort á bakið eða
höfuðið, og voru samstundis hrifin burt á nýjan leik.
Artúr hafði ekki verið eins vakandi fyrir því sem átti sér stað;
hann hafði reynt meira að bjarga sér eftir eigin leiðum og látið
stjórnast af blindri eðlishvöt. I algjöru skeytingarleysi féll hann öðru
hvoru ofan á líkama Aróru og fann þá sömu værðarkennd og þegar
hann forðum svaf í fangi móður sinnar. Honum fannst hann hverfa
104