Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 127
Umsagnir um bækur
ALÞÝÐLEG „MENNTAMANNA-
ÚTGÁFA“
Islendingasögur
ritstjórar: Örnólfur Thorsson og Sverrir
Tómasson
Svart á hvítu 1986
Hafi Islendingar einhverja skyldu við
sjálfa sig og umheiminn á sviði menn-
ingarmála er hún tvímælalaust sú að sjá
til þess að jafnan séu á boðstólum hand-
hægar útgáfur af norrænum fornbók-
menntum, líkt og það er skylda Eng-
lendinga að sjá veröldinni fyrir sem fjöl-
breyttustum útgáfum af verkum
Shakespeares, o.s.frv. Um þetta eru
áreiðanlega flestir sammála, en það vill
hins vegar stundum gleymast, að ef vel
á að vera er þörf á þrenns konar mis-
munandi útgáfum af fornsögunum sem
hver hefur sínu hlutverki að gegna og
verður því að dæmast eftir sínum eigin
forsendum. I fyrsta lagi þarf fræðilegar
útgáfur sem gerðar eru stafrétt eftir
handritum með orðamun úr öðrum
handritum (ef nauðsynlegt er) og hand-
ritalýsingum og öðrum paleografískum
upplýsingum. Eru slíkar útgáfur fyrir
fræðimenn, þ.e.a.s. einkum handrita-
fræðinga og málfræðinga, en jafnframt
eru þær sá grundvöllur sem aðrar útgáf-
ur verða að byggjast á. I öðru lagi verða
að vera til útgáfur sem hægt væri með
mikilli einföldun að kalla „mennta-
mannaútgáfur", þar sem þær eru ætlað-
ar menntamönnum af ýmsu tagi, t.d.
sagnfræðingum og bókmenntafræðing-
um, en henta þó jafnframt öllum fróð-
leiksfúsum lesendum. Slíkar útgáfur
verða að vera gerðar eftir handritum og
með einhverjum orðamun, en textann
þarf að prenta með einhvers konar sam-
ræmdri stafsetningu og honum þurfa að
fylgja formáli, skýringar, kort, ættartöl-
ur, nafnaskrár og þvíumlíkt. I þriðja
lagi verða jafnan að vera fyrir hendi „al-
þýðlegar útgáfur", sem ætlaðar eru
breiðum lesendahópi til venjulegs lestr-
ar. Þær eru gerðar eftir bestu fræðilegu
útgáfum (eða „menntamannaútgáfum")
sem völ er á í hvert skipti, en textanum
fylgir ekki neinn orðamunur og fræði-
legar skýringar eru takmarkaðar.
Þessum útgáfuskyldum hafa Islend-
ingar sinnt misvel. Mikið er til af fræði-
legum útgáfum, enda hafa erlendir
fræðimenn lagt gjörva hönd á plóginn á
því sviði, en samt eru ýmsar harla baga-
legar eyður í þessari útgáfustarfsemi:
þótt undarlegt megi virðast hefur t.d.
ekki enn verið gerð nein fræðileg útgáfa
sem stenst kröfur nútímans á hinum
margvíslegu handritum Njáls sögu.
Helsta „menntamannaútgáfan" sem nú
er völ á er tvímælalaust hinn mikli
bókaflokkur „íslenzt fornrit", sem er
hinn vandaðasti á sínu sviði og reyndar
verðugur minnisvarði um lærdóm Is-
lendinga á þessum tímum. En einn
slæmur galli er þó á þessum flokki, því
miður: útgáfan hefur tekið allt of langan
tíma, þannig að elstu bindin eru hálfrar
aldar gömul eða meir og enn sér ekki
fyrir endann. Er ekki laust við að sá ótti
117