Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 86

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 86
Ha . .. Harvard, eins og hann orðar það, og þvingað þá til að skrifa æfisögu hins mikla þjóðhöfðingja landsins, Zogs konungs fyrsta. Yrði hann þá óbeðinn á undan utan- ríkisráðherranum, sem hefur einmitt fengið það hlutverk að finna erlendan blekiðju- mann sem unnt væri að fá til að taka að sér þetta þjóðþrifaverk. Sýslumaður hlýðir umsvifalaust fyrir- mælum ráðherra og fær til verksins tvo sína bestu spæjara, Dúl Þakskegg og Pétur; er annar þeirra sérfræðingur í „heymar-njósn- um“ og hinn í „sjónar-njósnum“, en enska er þeim báðum hins vegar alveg framandi tungumál. En fleiri hafa áhuga á gestunum. Sýslumannsfrúin, sem ber hið austræna nafn „Mukadez“ en lætur jafnan kalla sig „Daisy“, hyggur gott til glóðarinnar, og þótt hún verði yfirleitt að fara með nokkurri gát, þar sem maður hennar, yfirvaldið, er ófrjór og hún getur því átt á hættu að þurfa aðstoð til að fjarlægja corpus delicti, ætlar hún ekki að láta slíka smámuni standa í vegi. íramir tveir, sem eru reyndar ekki alveg eins útlits og sýslumannsfrúin hafði látið sig dreyma í baðkeri sínu og tala fomalb- önsku með undarlegu hljóðfalli vegna of- lestrar söguljóða, koma sér nú fyrir á hóteli á krossgötum uppi í sveit. Þótt það hái Willy að hann er með augnasjúkdóm sem fer sí- versnandi, verður þeim meira ágengt en þeir höfðu þorað að vona: fjölmargir sagna- söngvarar eiga leið um hótelið, sumir oftar en einu sinni, og taka fræðimennimir upp kynstrin öll af kveðskap og setja á blöð athugasemdir sínar og hugleiðingar undir vökulu eftirliti Dúls Þakskeggs sem sendir yfirvaldinu skýrslur í skrúðblómastfl. En þama er einnig á sveimi serbneskur munk- ur, sem er mjúkmáll við fræðimennina en hyggur flátt. Þannig er nefnilega mál með vexti, að handan landamæranna hafa Serbar sams konar söguljóðahefð og Albanir — þótt hún snúist við þannig að hetjumar öðru megin verða skúrkamir hinu megin og öf- ugt — og eru illvígar deilur um það hvor hefðin muni vera eldri og upprunalegri. Mikið er í húfi, því þetta mál tengist öðru deiluefni og enn viðkvæmara: hvor þjóðin hafi átt lengri búsetu þarna á skaganum og geti með meiri rétti gert þar tilkall til landa. Munkurinn spyr Max og Willy smeðjulega hvers vegna þeir hafi komið sér fyrir á þess- ari albönsku hundaþúfu í staðinn fyrir að heimsækja höfuðbólin í Serbíu, og kemst þá að því að þeir telja albönsku kvæðahefðina eldri. Þetta finnst honum illt og þó sýnu verra ef þeim skyldi takast að sanna kenn- inguna með tæki sínu. Situr hann á ein- hverjum dularfullum einræðum við ein- setumann sem nefnist Frok. Dúl Þakskegg fylgist lítið með þessum skoðanaskiptum, en gjömingar Iranna þykja svo grunsamleg- ar, að eini spæjarinn í ríki Zogs konungs fyrsta sem skilur ensku er fenginn sérstak- lega frá höfuðborginni. Mikill hluti skáldsögunnar segir frá rann- sóknum íranna, og breytist hún þá á heldur kyndugan hátt í nokkurs konar „bók- menntaritgerð" sem þeim er lögð í munn í beinni og óbeinni ræðu. En svo dregur til mikilla tíðinda. Dúl Þakskegg segir upp starfinu í miklu hugarvíli yfir mistökum sem honum höfðu orðið á: hann hafði nefni- lega sofnað á verðinum og vaknað of seint til að bera kennsl á kvenpersónu sem var á höttunum eftir írunum. En sýslumannsfrúin Daisy — því þetta var auðvitað hún — hafði reyndar farið erindisleysu, og því verður niðurstaðan sú að hún hafnar í örmum spæj- arans sem skilur ensku. Einhver losarabrag- ur kemst á eftirlitið við þetta allt, en þá tekst serbneska munkinum einmitt að æsa upp einsetumanninn Frok með því að útmála fyrir honum hvflíkur djöfulskapur sé í upp- tökutækinu: muni það stela öllum söguljóð- unum og loka þau inni. Safnar Frok þá saman misyndismönnum, tekur hús á írun- um í skjóli nætur, brýtur upptökutækið og eyðileggur allar upptökurnar en lemur 84 TMM 1990:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.