Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 93
í þeim er harla fátt að finna sem stutt gæti þær nákvæmu námslýsingar sem þama eru settar fram. Það er heldur ekki von. í raun og veru eru lýsingarnar ekki annað en ágiskun: hvorki Lord né meistari hans Parry hafa fylgst með nokkrum sagnasöngslærl- ingi, og þrátt fyrir öll sín apparöt hafa þeir ekki getað skyggnst inn í það sem fram fer í heilabúi slíkra manna, og því hafa þeir spunnið upp þessa frásögn eftir því sem þeim finnst líklegast og reyndar líka — og það er öllu verra — eftir því sem kenningin segir þeim að eigi að vera. Þannig er lýsing- in í heild sinni, þegar grannt er að gáð, reist á þeirri röksemdafærslu sem í mannfræði hefur verið kölluð „ef ég væri hestur“. Þrátt fyrir þetta vitnar Jack Goody — einn þeirra fræðimanna sem Gísli nefnir í bóka- listanum í lok ádrepu sinnar — í lýsingu Lords með þeim orðum að hún „sýni“ að lærlingurinn tileinki sér ekki listina með því að læra verk orðrétt utanað heldur með því að spinna upp kvæði úr sögum og formúlum sem hann hefur heyrt áður.5 Menn geta vit- anlega haft hvaða skoðun sem þeir vilja á tilgátu Lords og talið hana mjög sennilega, ef þeim býður svo við að horfa, en hún sýnir hvorki né sannar eitt né neitt, og stuðla þessi ummæli Goodys naumast að því að auka traustið á vinnubrögðum þessara fræða. Þangað til einhver beinhörð rök og sannanir eru dregin fram í dagsljósið getur ágiskun nefnilega ekki orðið að staðreynd, en það er samt á þessari ágiskun sem Lord byggir hugleiðingar sínar um „sálarlíP4 sagna- söngvaranna, og þær bollaleggingar eru að- alröksemdin fyrir þeirri kenningu hans, að „munnleg skáld“ hafi aldrei lært kvæði ut- anað og flutt þau þannig meira eða minna orðrétt, heldur einungis getað samið þau í flutningi. Áður en lengra er haldið er rétt að benda á, að þótt Lord reisi mikla loftkastala á tilgátu sem lítil rök eru fyrir, er hann harla fáorður um ýmis atriði í þessari serbnesku söguljóðahefð, sem virðast samt skiptamáli fyrir kenningu hans — og hann ætti þó að eiga auðveldari aðgang að en því sem gerist í heilabúi sagnasöngvara. Reyndar tekur hann fram, að það sé ekki verkefni hans að segja „sögu söguljóðanna“ á Balkanskaga, enda verður rit af þessu tagi að vera afmark- að á einhvem hátt. En það vekur samt furðu hvað Lord leiðir hjá sér mörg atriði sem tengjast sjálfum rótum þessa kveðskapar og vinnubrögðum sagnasöngvaranna. Þótt hann víki í myrkum orðum að goðsögum, gerir hann aldrei neina skipulega grein fyrir þeim sögum sem söguljóðin fjalla um, varðveislu þeirra yfírleitt og þýðingu fyrir þjóðir Balkanskagans — og er þó skáld- skapartæknin, hver sem hún er, fyrst og fremst aðferð til að túlka þennan efnivið. Nú vita menn t.d. að í þessu órólega homi Evrópu hefur hver höndin verið uppi á móti annarri öldum saman, og kemur það fram í riti Lords og á sinn hátt einnig í sögu Ism- ails Kadare, sem fyrr var getið, að kvæði sagnasöngvaranna hafa verið liður í þessum deilum: efnið hefur verið breytilegt, sögur verið til í fleiri útgáfum en einni — það má líka velta því fyrir sér hvort skáldskapurinn hafi ekki verið eitthvað valtur á fótunum hjá Múhameðstrúarmönnum vegna áfengis- leysis — og menn hafa þrætt um það hvað væri „réttara" og jafnvel hvað væri „upp- runalegra“. Lord nefnir t.d. kvæðamann sem gagnrýndi harðlega kollega sína í Herzegóvínu fyrir fákunnáttu í landafræði, því þeir kunnu ekki skil á heimkynnum hinna víðfrægu Hmjici . . . Þótt Max og Willy skildu ekki mikið í þessum deilum, höfðu þeir frá ýmsu að segja varðandi mun- inn á serbneskum og albönskum kvæðum (sem Lord rétt nefnir en fjallar ekki um að öðru leyti). Án einhverrar rannsóknar á efni kvæðanna og myndbreytingum þess er eng- in kenning um þau meira en drög og tilgáta, enda vekja ofantalin atriði þá spumingu — sem Lord gerir enga tilraun til að svara — TMM 1990:1 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.