Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 96

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 96
mynd sem forsprakkar hennar og Gísli Sig- urðsson hafa boðað hana. Hafiöi séö hann Jón ó Jón . .. Þetta er kannske ekki alveg eins einfalt mál og menn gætu álitið, þar sem „munnlegur kvæðaflutningur“ hefur vitanlega ekki varðveist nema hann hafi á einhverju stigi verið skrifaður upp og má þá æfinlega halda því fram að tilvera ritlistarinnar hafi þá þegar verið farin að hafa einhver áhrif. En samt má gefa nokkur skýr dæmi og ábend- ingar, og er rétt að byrja á einni almennri athugasemd: það virðist ekki sérlega líklegt að menn hafi þá fyrst farið að læra kvæði orðrétt utanað, þegar ritlist var komin til sögunnar og notkun hennar orðin nokkuð útbreidd, en það hafi ekki tíðkast áður, þegar þörfin var þó vissulega dálítið meiri. Þannig er erfitt að trúa því að kvæðamenn eins og hann Jón frá Efesus, sem kunni Hómerskvæði utanað aftur á bak og áfram og ætlaði aldrei að stoppa þegar hann var einu sinni byrjaður að þylja, svo að Sókrat- es varð að segja „Þetta er nóg“ — að slíkir þulir hafi sem sé komið fram á sjónarsviðið með ritlistinni. í fomöld voru menn á þeirri skoðun, að við tilkomu hennar hefði minnið og hæfileikinn til að læra utanað fremur sljóvgast en hitt, og Júlíus Caesar segir að drúídar í Gallíu verji mörgum árum í að læra utanað kvæði sem ekki séu rituð (Bell- um Gallicum VI, 14). Ef menn vilja fá dæmi sem séu nær okkur annað hvort í stað eða tíma, þá er vitnis- burður Jacks Goodys sérlega athyglisverð- ur. Eins og áður er vikið að, trúir hann á kenningar Parrys og Lords, og virðist reyndar taka þeim gagnrýnislítið, en hann telur þó ekkert því til fyrirstöðu, að „munn- leg kvæði“ séu samin í einrúmi áður en þau séu flutt. Þessu til stuðnings vísar hann til reynslu sinnar í Norður-Ghana: kvæða- menn LoDagaa-þjóðarinnar, sem flytja stutt kvæði við undirleik tréspils á einhvers kon- ar hátíðum, semji þessi kvæði þó ekki beint frammi fyrir áheyrendum heldur á æfing- um, þar sem höfundur geti unnið úr hug- myndum sínum í ró og næði.7 Þótt orðalag Goodys virðist stundum heldur hikandi, er engin ástæða til að efast um þann vitnisburð hans að þessi kvæði séu ekki samin í bein- um flutningi, en hann gerir sér augsýnilega enga grein fyrir því, að með þessu er hann raunar búinn að kippa fótunum undan „munnlegri kenningu“ Parrys og Lords. Það skiptir nefnilega engu máli hvort kvæð- in eru ort á æfingum nóttina fyrir flutning- inn eða löngu áður: aðalatriðið er að skáldið yrkir kvæði sín í næði og festir sér í minni áður en það treður upp, og með þeirri minn- istækni getur það vitanlega munað kvæðin lengur eða skemur og kennt öðrum ef svo ber undir. Það staðfestir „munnlegu kenn- inguna“ engan veginn að langir kvæðabálk- ar, sem fluttir eru á stórhátíðum þessarar sömu þjóðar, eru sífellt að breytast, eins og upptökur sem gerðar hafa verið með margra ára millibili sýna að sögn Goodys, heldur verður að leita skýringar á öðrum vettvangi. Þá skýringu gefur Jack Goody sjálfur: á þessum hátíðum skjóta menn gjaman inn í kvæðabálkana þáttum — sem þeir hafa ein- mitt lært við önnur tækifæri. Á þennan hátt er enn einu sinni komið að því dæmi sem lang beinast liggur við að taka í þessu samhengi, enda er það jafnan gert, en það eru dróttkvæðin norrænu. Þessi skáldskapur varð til á sama tíma og eddu- kvæðin og hann er uppfullur af alls kyns formúlum sem hægt er að breyta og aðlaga öðru á hinn fjölbreyttasta hátt, en samt lætur væntanlega enginn neinar kenningar rugla sig svo mjög í ríminu að hann haldi því fram, að skáldin fomu hafi gripið léttilega um hörpu, fiðlu, langspil, tréspil eða eitt- hvað annað, horft dulráðum augum út í loft- ið og síðan farið að impróvisera beint fyrir 94 TMM 1990:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.