Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 104
dönskukunnáttu er það t.d. að þurfa skýringu á rager en ekki á knejser svo að dæmi sé tekið úr skýringum við kvæðið „Ved en fest i Reikevig“? Eðlilegt hefði verið að skýra það sem nú er úrelt eða fomfáleg danska en láta lesendum að öðru leyti eftir að bæta úr van- þekkingu sinni með orðabók. Og fyrst farið er að gera athugasemdir við danskar glósur í skýringum: í kvæðinu „Gravsang“ (1,190) er orðið „skrog“ skýrt svo: „hér líklega í merk- ingunni ’aumingi’ eða ’ræfill’.“ Augljóst virðist mér að orðið þýði hér einfaldlega ’skrokkur’, enda er það eina þýðing á ’skrog’ sem Konráð hefur í orðabók sinni. Það stingur nokkuð í stúf við þetta örlæti á skýringum á dönskum orðum að heiti á kvæð- um Horatiusar, „Cur me querelis“ (I, 26) og „Quis multa gracilis“ (I, 227), eru alls ekki þýdd. Hér mun lesandanum ætlað að geta sér þess til að þetta sé upphaf kvæðanna á frum- máli, en engan veginn liggur það í augum uppi fyrir þann sem farið hefur á mis við latínulærdóm eða glatað honum. Sennilega er það fremur slys en ásetningssynd að í skýr- ingum við bréf til Konráðs, skrifað á Stað á Ölduhrygg 2. ágúst 1841 (II, 77-86), hefur alveg gleymst að gera þessari setningu skil: „Satrapa intro — eða rex — eða jafnvel Caes- ar! intro ibis ellegar þá Bortsje, Zara, grannie — rétt son’a’ganni mínu.“ Matthías leiðir reyndar latínuna hjá sér líka, en lætur þess þó getið að „Bortsje, Zara, grannie" komi einnig fyrir í kvæði hjá Jónasi og sé upphafið á rússneska keisarasöngnum og þýði: „Guð, blessa zarinn“. Þetta er skýrt í kvæðinu hjá þeim félögum en millivísunar hefði verið þörf. Samkvæmt minni litlu latínukunnáttu og gamalli orðabók virðist ýmsum höfðingj- um boðið til inngöngu með áletrunum á sokkabandi jómfrúarinnar, og sýnist það geta átt vel við ef þetta hefur verið þess háttar kvenmaður sem allar líkur benda til, ekki síst ef litið er á tal um kóng og keisara sem mynd- mál. Svo kann að vera að „Satapa intro“ feli í sér bókmenntalega vísun, og hefði verið gaman ef skýrendur hefðu getað bent á eitt- hvað slíkt. Fjölnismenn voru svo skolli vel að sér í klassíkinni að þeir gera okkur nútíma- menn oft heimaskítsmát á því sviði. Þannig mætti svo sem halda áfram að tína upp smáávirðingar í skýringum. Þær eru sums staðar dálítið uppkastskenndar og hefðu þá þurft við endurvinnslu og strangari ritstjóm- ar. Skýringar við bréfin virðast vera ívið naumari en hjá Matthíasi en nafnaskráin bætir einatt úr því. Alltaf er jafnhrífandi og átakan- legt að lesa bréf Jónasar. Þrátt fyrir alla þá snilld sem finna má í ljóðunum er eins og manni finnist bréfin og dagbækurnar sanna ummæli Konráðs: „svo ágætt sem margt af því er, má þó fullyrða, að flest af því komist í engan samjöfnuð við það, sem í honum bjó, og að það geti ekki sýnt til hlítar, hvílíkur hann var sjálfur í raun og veru.“ (IV, 48). Svo að slegið sé í aðra sálma hafa furðu- margar af kommum Konráðs fengið að standa hér miðað við þau örlög sem þetta greinar- merki fær að jafnaði hjá útgefendum. Lögun stafsetningar og greinarmerkjasetningar að nútíðarhætti er vissulega réttlætanleg í slíkri útgáfu, ef hófsamlega er að farið, en vandi er að hafa samkvæmni í greinarmerkjasetningu. Hver sá sem hugar að þeim málum í nútíma- íslensku mun komast að þeirri niðurstöðu að með nýjustu skólareglum um þau efni hafí fullkomin óreiða tekið við af ofstjóm. Bréf þau sem Jónas skrifaði á dönsku eru prentuð hér í frumgerð en í þýðingu í skýring- um. Sama gildir um ýmsar ritgerðir og grein- ar. Dagbækur sem fmmritaðar vom á dönsku eru hins vegar birtar í þýðingu í meginmáli en frumgerðin ekki birt heldur látið nægja að vísa til útgáfu Matthíasar Þórðarsonar. Þetta virðast skynsamlegar leiðir. Ég hef ekki borið þýðingar útgáfunnar sam- an við frumtexta nema á stöku stað en hins vegar hef ég lesið allmikið af þeim og finnst að þýðendur, Haukur Hannesson og Þorsteinn G. Indriðason, hafi komist frá verki sínu með 102 TMM 1990:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.