Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 104
dönskukunnáttu er það t.d. að þurfa skýringu
á rager en ekki á knejser svo að dæmi sé tekið
úr skýringum við kvæðið „Ved en fest i
Reikevig“? Eðlilegt hefði verið að skýra það
sem nú er úrelt eða fomfáleg danska en láta
lesendum að öðru leyti eftir að bæta úr van-
þekkingu sinni með orðabók. Og fyrst farið er
að gera athugasemdir við danskar glósur í
skýringum: í kvæðinu „Gravsang“ (1,190) er
orðið „skrog“ skýrt svo: „hér líklega í merk-
ingunni ’aumingi’ eða ’ræfill’.“ Augljóst
virðist mér að orðið þýði hér einfaldlega
’skrokkur’, enda er það eina þýðing á ’skrog’
sem Konráð hefur í orðabók sinni.
Það stingur nokkuð í stúf við þetta örlæti á
skýringum á dönskum orðum að heiti á kvæð-
um Horatiusar, „Cur me querelis“ (I, 26) og
„Quis multa gracilis“ (I, 227), eru alls ekki
þýdd. Hér mun lesandanum ætlað að geta sér
þess til að þetta sé upphaf kvæðanna á frum-
máli, en engan veginn liggur það í augum
uppi fyrir þann sem farið hefur á mis við
latínulærdóm eða glatað honum. Sennilega er
það fremur slys en ásetningssynd að í skýr-
ingum við bréf til Konráðs, skrifað á Stað á
Ölduhrygg 2. ágúst 1841 (II, 77-86), hefur
alveg gleymst að gera þessari setningu skil:
„Satrapa intro — eða rex — eða jafnvel Caes-
ar! intro ibis ellegar þá Bortsje, Zara, grannie
— rétt son’a’ganni mínu.“ Matthías leiðir
reyndar latínuna hjá sér líka, en lætur þess þó
getið að „Bortsje, Zara, grannie" komi einnig
fyrir í kvæði hjá Jónasi og sé upphafið á
rússneska keisarasöngnum og þýði: „Guð,
blessa zarinn“. Þetta er skýrt í kvæðinu hjá
þeim félögum en millivísunar hefði verið
þörf. Samkvæmt minni litlu latínukunnáttu
og gamalli orðabók virðist ýmsum höfðingj-
um boðið til inngöngu með áletrunum á
sokkabandi jómfrúarinnar, og sýnist það geta
átt vel við ef þetta hefur verið þess háttar
kvenmaður sem allar líkur benda til, ekki síst
ef litið er á tal um kóng og keisara sem mynd-
mál. Svo kann að vera að „Satapa intro“ feli
í sér bókmenntalega vísun, og hefði verið
gaman ef skýrendur hefðu getað bent á eitt-
hvað slíkt. Fjölnismenn voru svo skolli vel að
sér í klassíkinni að þeir gera okkur nútíma-
menn oft heimaskítsmát á því sviði.
Þannig mætti svo sem halda áfram að tína
upp smáávirðingar í skýringum. Þær eru sums
staðar dálítið uppkastskenndar og hefðu þá
þurft við endurvinnslu og strangari ritstjóm-
ar.
Skýringar við bréfin virðast vera ívið
naumari en hjá Matthíasi en nafnaskráin bætir
einatt úr því. Alltaf er jafnhrífandi og átakan-
legt að lesa bréf Jónasar. Þrátt fyrir alla þá
snilld sem finna má í ljóðunum er eins og
manni finnist bréfin og dagbækurnar sanna
ummæli Konráðs: „svo ágætt sem margt af
því er, má þó fullyrða, að flest af því komist
í engan samjöfnuð við það, sem í honum bjó,
og að það geti ekki sýnt til hlítar, hvílíkur
hann var sjálfur í raun og veru.“ (IV, 48).
Svo að slegið sé í aðra sálma hafa furðu-
margar af kommum Konráðs fengið að standa
hér miðað við þau örlög sem þetta greinar-
merki fær að jafnaði hjá útgefendum. Lögun
stafsetningar og greinarmerkjasetningar að
nútíðarhætti er vissulega réttlætanleg í slíkri
útgáfu, ef hófsamlega er að farið, en vandi er
að hafa samkvæmni í greinarmerkjasetningu.
Hver sá sem hugar að þeim málum í nútíma-
íslensku mun komast að þeirri niðurstöðu að
með nýjustu skólareglum um þau efni hafí
fullkomin óreiða tekið við af ofstjóm.
Bréf þau sem Jónas skrifaði á dönsku eru
prentuð hér í frumgerð en í þýðingu í skýring-
um. Sama gildir um ýmsar ritgerðir og grein-
ar. Dagbækur sem fmmritaðar vom á dönsku
eru hins vegar birtar í þýðingu í meginmáli en
frumgerðin ekki birt heldur látið nægja að
vísa til útgáfu Matthíasar Þórðarsonar. Þetta
virðast skynsamlegar leiðir.
Ég hef ekki borið þýðingar útgáfunnar sam-
an við frumtexta nema á stöku stað en hins
vegar hef ég lesið allmikið af þeim og finnst
að þýðendur, Haukur Hannesson og Þorsteinn
G. Indriðason, hafi komist frá verki sínu með
102
TMM 1990:1