Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 23
leysist úr læðingi kemur innan frá.11 Það er óttinn við óreiðu frumhvatanna, og óttinn við reynslu sem hefur verið óbærileg og því verið bæld. Ef menn gefa sig aftur og aftur á vald þessum ótta, sjálfrátt og ósjálfrátt, er endurtekningarhvötin orðin áleitin og ég get ekki fallist á þá niðurstöðu Matthíasar Viðars að í slíkum endurtekningum sé fólg- in afhjúpun, sjálfsþekking og þar af leið- andi skírsla (kaþarsis). Morðinginn sérekki fómarlamb sitt sem ókunna manneskju, heldur sér hann í því einhvem gamlan kval- ara, einhverja gamla hryllings-mynd sem hann ræðst gegn. A sama hátt sjá þeir áhorf- endur sem em á valdi endurtekningarhvat- arinnar aðeins sínar eigin bemsku afstæður, gamalt varnarleysi sitt, frumstæða grimmd, hatur, ást, ótta eða tilfinningakulda. Hin neikvæða reynsla tranar sér fram aftur og aftur einmitt af því að menn hafa bælt hana, vilja ekki skilja hvað hún merkir eða hvem- ig hún hefur orðið merkingarbær. “ Bene- dikt Sveinsson og sonur hans, Einar, vom sólgnir í draugasögur sem gegndu hlutverki hryllingsmynda þeirra tíma. Og í ljóðinu „Hvarfi séra Odds frá Miklabæ" er það hryllingurinn sem tekur völdin af allri rök- vísi og ljóðrænu í þriðja hluta ljóðsins — í mynd Solveigar. Sáriö Þar ásakar draugurinn séra Odd, brigslar honum um að hafa svikið sig um legstað í vígri mold og kveður yfir honum dauða- dóm. Svik Odds við Solveigu eiga sér fyr- irmynd í þjóðsögunni og um leið trú manna á að þeir sem grafnir væm utan kirkjugarðs fengju ekki frið í gröf sinni. Draugatrú okk- ar er þannig bundin kristinni trú, er hin hlið hennar og þetta minni verður fullkomlega tómt og merkingarlaust í Ijóðinu ef náttúra þess og hugmyndaheimur er guðlaus eins og fjallað hefur verið um hér að framan. Ef Solveig er ekki raunvemlegur draugur eða lík sem risið hefur upp úr gröfinni, ef hún er hugarburður mannsins eins og segir beint í öðrum hlutanum þá er orðræða hennar og ásökun sömuleiðis merkingartóm. En mynd hennar er það ekki. Mynd hennar er það sem sálgreiningin kallar „yfírskilyrt tákn“, en það er tákn sem sett er saman úr mörgum merkingarþrungn- um myndum. Solveig, hin „voveiflega mynd, vakin af mannsins minni“, sýnir hina hættulegu, refsandi móður, sem hefur ekki eitt heldur tvö fallostákn; reiddan hnefann og hnífinn í hinni hendinni. Opið og blæð- andi sárið á hálsi hennar er jafnframt geld- ingarmynd, ógnandi mynd af kynfæmm konu, tengd ofbeldi og dauða. Gapandi sárið á hálsi Solveigar er þriðja rofið í textanum, þriðja augað sem horfir á manninn — og þetta auga sameinar merk- ingu hinna tveggja; brostið auga föðurins og vakandi auga móðurjarðarinnar — leið- irnar aftur/niður til móðurlíkamans og áfram/upp til föðurins eru jafn lokaðar. Og ég minni á að þessi mynd kemur innan úr sálarfylgsnunum, bundin svikum og sekt, (of) mikilli ást, (of) miklu hatri, (of) sterkri þrá eftir hinu fullkomna. Hægt væri að leita til erfiðrar bemsku skáldsins til að styðja þessa túlkun ævisögulegum rökum en þess þarf ekki. Rökin liggja í textanum sjálfum. Hið samfélagslega gildishmn, dauði Guðs, sem birtist í náttúrumyndunum kallar á og magnar þá angist sem birtist í myndinni af auganu á hálsi Solveigar. TMM 1991:4 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.