Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 41
st[öðum], sem engar dulur draga lengur á
það (að minnsta kosti í okkar hóp) að þeir
eru orðnir fráhverfir dogmunum. I kyrrþey
er nú líka allmikið talað um það hér að losa
sig úr þjóðkirkjunni, og hafa menn helst
hugsað sér það þannig, að þeir, sem því
vildu sinna, gengju í eins konar unitariskan
söfnuð til þess að fá sig viðurkennda og
lausa úr öllum kirkjuböndum, gætu í slík-
um söfnuði verið menn víðs vegar um allt
héraðið, en þetta er ekki nema fyrstu ráða-
gerðir. Samt eru þeir áhugamestu að hreyfa
við þessu við fleiri og fleiri. — Hvað gerir
kirkjustjómin við bændakirkjueiganda sem
allt í einu segir við hann: „Nú ljæ ég ekki
þjóðkirkjunni lengur hús mitt heldur brúka
það handa utanþjóðkirkjusöfnuði.“ Er hægt
að taka kirkjuna af bónda með valdi? —
Eftir fráfall föður míns sál. er ég meðeig-
andi Þverárkirkju, og vildum við eigendur
gjaman gera eitthvað með hana, að minnsta
kosti eftir það að stjúpa mín er lögst til
hvfldar. Fleiri bændakirkjueigendur hér
hugsa líkt, t.d. Haraldur á Einarsstöðum,
sem er einn ákafasti anti-kirkjumaður hér.
Þverárkirkja skuldar okkur nær 2000 kr.
síðan hún var byggð úr steini 1878 og borg-
ar ekki skuld sína á mannsaldri. Við buðum
söfnuðinum að gefa skuldina til þess að
hann tæki við henni, en það tilboð var ekki
þegið, enda er eins og söfnuðinum sé sama
um hvort hann hefir nokkra kirkju eða
enga. Hér get ég ekki ráðfært mig við nokk-
urn lögfróðan mann um það, hvað tiltæki-
legt væri að gera í þessu efni, en ákaflega
vænt þætti mér um staðgóðar bendingar í
þessu efni. — Það vakti allmikla eftirtekt
að í sumar lét einn félagi okkar prestinn
sinn vita, að hann óskaði ekki eftir að prest-
ur skírði bam hans, en kvaðst kalla dreng-
inn Amór, og mætti prestur bóka þetta ef
hann vildi. Þetta var Sigurjón á Sandi, bróð-
ir Guðmundar jDess er allmargir þekkja nú
orðið. Prestur hans er B[enedikt] á Grenj-
aðarst[að] og skrifaði hann þegar biskupi
um þetta, en hverju hann hefir svarað veit
ég ekki. Annars er sra Bfenedikt] orðinn
einn af okkar ófrjálslyndustu prestum, og
höfðum við þó um tíma allgóðar vonir um
hann. Raunar er hann á kanti við kirkjuna,
en það er kák eitt, staðlaust og ráðlaust.
Nokkrir hér hafa viljað fá borgaralega
hjónavígslu og lýst því bæði fyrir presti og
sýslumanni að þeir væru ekki kirkjutrúar-
menn, en sýslumaður hefir neitað um vígsl-
una, enda er hann mesta rola í þeim efnum
Q
og auk þess hjátrúarfullur og orþódox.
Það er vafalaust rétt, sem Benedikt sagði
í bréfinu til Valdimars Ásmundssonar 28.
jan. 1891, að manntölin segja ekki söguna
alla um trúarviðhorf manna. Þannig eru
tveir meðlimir Ófeigs í Skörðum og félaga,
þeir Jón í Múla og Jóhannes Þorkelsson á
Syðrafjalli, taldir lútherskir í báðum mann-
tölunum 1891 og 1901, en voru báðir
kirkjuandstæðingar og efasemdamenn í
trúmálum.10 Jóhannes ritaði snarpa ádeilu-
grein á presta og kirkju, „Kirkjufélagið og
þjóðfélagið", í Stefni 12. og 24. jan. og 7.
febr. 1895 og var svarað af Matthíasi
Jochumssyni í Stefni 7. og 15. febr. s.á. og
af séra Áma Jónssyni á Skútustöðum í
Stefni 27. mars s.á." Þegar þessi deila var
komin af stað skrifaði Benedikt Sigurði í
Ystafelli 13. febr. 1895:
Þykir þér ekki að Stefnir vera farinn að
rumskast? Þó mér alls ekki líki ýmislegt,
sem Jóhannes segir, þá þykir mér samt vænt
um að loks er nú útlit fyrir að diskussion
byrji fyrir alvöru, og var það mál komið.
Séra Matthías hefir líka tekið svoleiðis í
málið að það er ekki til þess að svæfa það.
Eg hefði búist við meiri stillingu af honum
í þessu máli. Og enginn, sem þekkir séra
M[atthías], getur tekið allt, sem hann segir,
sem sannfæringu hans. Nú hlýtur Jóhannes
TMM 1991:4
39