Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 57
einhverja heild, t.d. um þjóðmenningu, verður aldrei full sátt um skilgreiningu á henni. Almennt á við um mörg eldri samfélög að menning lágstéttanna var samofin vinn- unni, en yfirstéttin hafði „fínni“ hluta menningar sinnar til sparinota og sér þessa enn stað. Jafnframt hefur lágstéttin hlotið nokkurn aðgang að sparimenningu yfir- stéttarinnar, en mesta breytingin er fólgin í samþættingu menningar og neyslu. I lífi flestra (nema helst menningarstarfsmanna) eru skörp skil á milli vinnu og frítíma, hvunndagsmenningin mótast í æ minna mæli í vinnunni, en menningarlífið rennur æ meira saman við neysluna. I hugtakinu „fjöldamenning“ felst bæði að menningar- afurðir eru nú fjöldaframleidd vara og að „fjöldinn“ nýtur hennar. Frá ákveðnum sjónarhóli er stigsmunur en ekki eðlis á því að við göngum í fjölda- framleiddum fötum, borðum mat sem hefur farið í gegnum einhvers konar verksmiðju- ferli og sækjum andlegt fóður okkar í fjöldaframleidda vöru, hvort sem það eru myndbönd, hljómplötur eða bækur. Mörgum þótti það áhyggjuefni þegar fjöldaframleiðslan var að leggja undir sig menningarstarfsemina og gerbreyta henni. Menn töldu að hin einstaklingsbundna sköpunarstarfsemi ætti undir högg að sækja (Adomo) og almenningur yrði slævður með síbylju miðaðri við lægsta samnefnar- ann í andlegri starfsemi (Lazarsfeld). Hér á landi höfðu menn sérstaka ástæðu til að óttast fjöldamenninguna. Hún kom úr verk- smiðjunum í Hollywood og Tin Pan Alley, bar með sér bandarískan lífsstíl og verð- mætamat og því lá beint við að líta svo á að hún flytti erindi heimsvaldastefnunnar. Á seinni árum hafa viðhorf fræðimanna til fjöldamenningar gerbreyst. Þar ræður miklu að nýjar kynslóðir hafa ekki alist upp við fiðluspil í stássstofum borgaranna eins og kynslóð Adomos, heldur við teikniserí- ur, sjónvarp og rokktónlist og telja sig hafa lært af því fremur en að hljóta skaða. Menn hafa líka þóst sjá að í tengslum við fjölda- menninguna hefur mikill sköpunarmáttur losnað úr læðingi. Við nánari athugun reynist neysla fjölda- menningarinnar ekki endilega sljóvgandi heldur oftlega örvandi. Þegar menn gleyma sér í rökkvuðum bíósal eða bláleitu ljósi sjónvarpsins og hverfa t.d. inn í þá einföldu baráttu góðs og ills sem þar birtist oft, eru þeir oft að gera svipaðan hlut og mennta- mennimir af kynslóð Lazarsfelds og Adomos, þegar þeir lögðust á bekkinn hjá Freud. Hlutar af siðvæðingu og vitsmuna- þroska einstaklingsins em hvíldir um stund og hvatir og geðflækjur leika lausari hala en endranær. Slíkt getur náttúrlega orðið að óvana og hjálpað einstaklingnum að þróa með sér geðveiki, eins og dæmin sanna, en oftast nær hefur þetta atferli lækningargildi og eflir menn til dáða. Það er ekki nema í undantekningartilvik- um hægt að tala um óvirka móttöku á menn- ingu, jafnvel þótt um fjöldamenningu sé að ræða, og virk móttaka er jafnframt menn- ingarsköpun (Hartwig, Hebdige og Ziehe). Sérhver einstaklingur gefur heiminum merkingu. í kyrrstæðu samfélagi yfirtekur hann þær merkingar sem fyrri kynslóðir hafa skapað, en í félagslegu umróti nútím- ans skapa einstaklingarnir í vaxandi mæli nýja merkingu og um leið nýja menningu. Hægt er að líta svo á að menningarleg nýsköpun eigi sér stað hvenær sem einstak- lingur tyllir sér fyrir framan sjónvarp og skynjar það sem fyrir ber að einhverju leyti TMM 1991:4 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.